Kjarninn - 06.03.2014, Page 63

Kjarninn - 06.03.2014, Page 63
02/04 áLit Þar var m.a. að finna sundurliðun á tekjum S og greiðslu- byrði á mánuði. Kom fram að áætluð greiðslugeta án skulda væri 27.976 kr. á mánuði en áætluð greiðslubyrði væntan- legra lána væri 26.875 kr. Í stöðluðum texta greiðslumatsins var sagt að það miðaðist við „núverandi fjárhagsstöðu greiðanda“ og væri samkvæmt henni áætlun um greiðslugetu skuldara en ýmislegt, þá ófyrirséð, gæti valdið breytingum til hins betra eða verra á því. Einnig var á það bent að upplýs- ingar um skuldir og fjárhagsstöðu skuldara væru að hluta frá honum komnar og forsendur mats á greiðslugetu hans á hans ábyrgð. Þá sagði: „Greiðandi og ábyrgðar- menn hafa fengið, kynnt sér og skilið þetta mat á greiðslugetu greiðanda og samþykkt það sem fullnægjandi fyrir sig. Þeir hafa einnig kynnt sér fræðslurit Kaupþings fyrir ábyrgðarmenn.“ Í málinu lá einnig fyrir skjal undirritað af S sem bar heitið „Reiknivél-neytendalán“ og var það dagsett sama dag og greiðslumatið. Þar kom fram sundurliðun kostnaðar vegna umrædds láns, vaxtagreiðslur og upphæð afborgana. Samkvæmt því nam fyrsta afborgun 27.996 kr. en afborgun 2-5, 27.100 kr. Fyrstu gjalddagarnir voru eingöngu greiðslur á vöxtum og kostnaði. Greiðslur á síðustu gjald- dögum lánsins, sem greiðast skyldu um og eftir áramót 2012- 2013, voru hins vegar um og yfir 85.000 kr. Eftir að F hafði skrifað undir skjölin kom í ljós að þessi út- reikningur var ekki réttur þar sem lánstíminn var til sjö ára, þ.e. til ársins 2015. Var því gerður nýr útreikningur „Reikni- vél-Neytendalán“ dagsettur 14. mars 2008. Þær breytingar urðu m.a. að fyrsta afborgun var 225 kr. en síðustu fimm afborganir skyldu greiðast um og eftir áramótin 2014-2015 og námu þær afborganir um 52.000 kr. Þann 14. apríl 2010 urðu vanskil af hálfu S og hóf Arion þá innheimtuaðgerðir. Í kjölfarið hafnaði F því að sjálfskuldar- ábyrgð hans væri gild. „Einnig var á það bent að upplýsingar um skuldir og fjár- hagsstöðu skuldara væru að hluta frá honum komnar og forsendur mats á greiðslugetu hans á hans ábyrgð.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.