Kjarninn - 06.03.2014, Side 68

Kjarninn - 06.03.2014, Side 68
02/04 áLit Upplýsingar óskast! Það hefur vantað svolítið upp á að umræðan um náttúru- passann sé upplýsandi og málefnanleg. Frá því að hug- myndin kom fyrst fram hefur lítið komið frá höfundum hugmyndarinnar um verkefnið til upplýsinga fyrir almenn- ing. Almenningur hefur eðlilega áhuga á þessu máli og þarf upplýsingar til að geta myndað sér skoðun byggða á einhverju öðru en tilfinningum og getgátum. Umræðan hefur annars vegar farið fram í samráðshópnum um náttúrupass- ann og er stýrt af ráðuneytunum sem um málið fjalla og svo hins vegar í hinum ýmsu fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Ekki hefur tíðkast að rukka gjald vegna umferðar ferðamanna á Íslandi nema þar sem einhver þjónusta er látinn af hendi. Þar má nefna aðgang að jarðgöngum, aðgang að veiði stöðum (veiðileyfi) og aðgangur með leiðsögn um hella svo fáein dæmi séu nefnd. Eðlilega hrýs fólki hugur við þeim áformum að selja eigi öllum ferðamönnum aðgang að náttúruperlum landsins sem margir myndu telja sameign þjóðarinnar og fasthnýttar við sjálfsmynd og ímynd lands og þjóðar. Menn sjá fyrir sér hindranir og lokan- ir með gjaldhliðum og biðröðum alls staðar þar sem eitthvað er að sjá. Engin gjaldhlið – ekkert kostnaðarsamt eftirlit Náttúrupassinn er ef til vill einmitt besta lausnin til að losna við slíkar hugmyndir. Í stað gjaldhliða og eftirlitsmanna um allar sveitir greiði ferðamenn hóflegt gjald fyrir fram, til dæmis á netsíðu (óstofnaðs) náttúrupassasjóðs áður en þeir koma til landsins og hafa eftir sem áður eðlilegan aðgang að ferðamannastöðum og -svæðum, þar með töldum helstu náttúruperlum landsins. Þetta þýðir ekki að enginn geti selt aðgang að einhverju sem hann á og treystir sér til að reka samhliða náttúrupassakerfinu fyrir eigið aflafé. Slíkar hugmyndir gætu vel gengið með náttúrupassa kerfinu í ein hverjum tilfellum. Hins vegar gæti náttúrupassinn „Í stað gjaldhliða og eftirlitsmanna um allar sveitir greiði ferðamenn hóflegt gjald fyrir fram ...“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.