Kjarninn - 06.03.2014, Page 69

Kjarninn - 06.03.2014, Page 69
03/04 áLit komið í stað stakstæðra innheimtu heimamanna í lang- flestum tilvikum með tilheyrandi kostnaði og mannvirkjum. Náttúrupassa kerfið myndi einfaldlega spara allan tilkostnað vegna eftirlits og innheimtu vegna kerfisins sjálfs og verða þannig hagkvæmara, öflugra og skilvirkara. nýjar hugmyndir – einfalt og skilvirkt kerfi Eins og margir aðrir hagsmunaaðilar eiga leiðsögumenn fulltrúa í samráðshópi um náttúrupassa. Á þeim vettvangi lagði Félag leiðsögumanna fram heildstæða hugmynd um náttúrupassakerfið. Þar er lögð áhersla á sjálfstæði kerfis- ins frá öðrum stofnunum og settar fram hugmyndir um fyrirkomulag tekjuöflunar og útgreiðslu fjármuna til uppbyggingar, viðhalds og reksturs ferðamannastaða og -svæða. Gert er ráð fyrir að allir eigendur og umsjónaraðilar ferðamannastaða og -svæða ættu jafnan rétt til framlaga úr sjóðnum til verndar og nýtingar að uppfylltum einföld- um skilyrðum. Einnig má í tillögunum finna leiðir til að tryggja öfluga uppbyggingu og viðhalds á innviðum, s.s. jeppaslóða-, reiðvega- og göngustígakerfi, hreinlætis- og nestisaðstöðu auk upplýsinga- og leiðbein- ingaskilta og merkja svo eitthvað sé nefnt fyrir ferðamenn. Allar framkvæmdir yrðu þannig miðaðar við verndun og nýtingu náttúrufyrirbæra sem og menningarverðmæta sem finnast í náttúrunni. fræðsla, verndun, aðgengi, öryggi Í náttúrupassanum samkvæmt hugmyndum Félags leiðsögu- manna liggur stórkostlegt tækifæri til framfara fyrir alla sem eiga hagsmuna að gæta í ferðaþjónustu. Er þá sama hvort litið er til nýtingar og verndunar viðkvæmra svæða sem nú þegar eru vinsælir áningarstaðir eða uppbyggingar nýrra og spennandi viðkomustaða í byggð jafnt sem í óbyggðum, í einkaeigu eða eigu sveitafélaga og eða ríkis. Með fræðslu og „Gert er ráð fyrir að allir eigendur og umsjónaraðilar ferðamannastaða og -svæða ættu jafnan rétt til fram- laga úr sjóðnum til verndar og nýtingar að uppfylltum ein- földum skilyrðum.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.