Kjarninn - 06.03.2014, Page 71

Kjarninn - 06.03.2014, Page 71
f yrir viku samþykkti Yoweri Museveni, forseti Úganda, lög sem kveða á um lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Þessi lagasetning hefur hangið yfir samkynhneigðum í landinu undan- farin ár og þrátt fyrir mótmæli alþjóða- samfélagsins hefur hún nú orðið að veruleika. Hatrið hefur verið fest í lög. Það er þyngra en tárum taki að árið 2014 skuli leiðtogar og þjóðþing ráðast á minnihlutahópa með þessum hætti, að því er virðist til að styrkja stöðu sína sem leiðtogar heima fyrir. Þetta höfum við líka séð gerast í Rússlandi Pútíns svo dæmi sé nefnt. Popúlisminn er grímulaus. Það fer um mann að fylgjast með Museveni lýsa yfir að honum þyki hinsegin fólk vera „ógeðslegt“ og að alþjóða- samfélagið eigi ekki að skipta sér af því sem komi því ekki við. Hatrið er stutt trúarkenningum og kreddum. Maður hlýtur að spyrja sig hvað það sé sem rekur fólk í valdastöðum áfram til að stunda nornaveiðar af þessu tagi. 01/02 áLit hatur er óeðli Unnsteinn Jóhannsson og Felix Bergsson skrifa um lög í Úganda sem heimila lífstíðarfangelsi hinsegin fólks áLit Unnsteinn jóhannsson og felix bergsson kjarninn 6. mars 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.