Kjarninn - 01.05.2014, Síða 29

Kjarninn - 01.05.2014, Síða 29
grEining Staðan í Úkraínu minnir óþægilega á innanmeinin í Austur-Evrópu við upphaf fyrri heimsstyrjaldar ferdinand, Svejk og púðurtunnan 01/03 GreininG kjarninn 1. maí 2014 t ékkinn Jaroslav Hasék (1883–1923) skrifaði uppáhalds bók mína, Góða dátann Svejk. Karl Ísfeld þýddi snilldarlega. Í bókinni ræðst Hasék gegn stórum og djúpum siðferðilegum spurningum þegar kemur að stríði með hníf- beittan húmor og náttúrulega frásagnargáfu að vopni. Hann lést, aðeins fertugur að aldri, áður en hann náði að klára öll bindi sögunnar; fjórum af sex var lokið. En útgáfa þess efnis sem hann hafði lokið hefur fengið heilu kynslóðirnar til þess að veltast um af hlátri og hugsa til hörmunga stríðstímans í Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu. Frásagnargáfa Haséks var mögnuð og afköstin á stuttum ferli með ólíkindum. Hann skrifaði ríflega 1.200 smásögur, margar hverjar fullur við barborð á öldurhúsum í Prag. Hugsað til Svejk Að undanförnu hefur mér verið hugsað til þessarar bókar. Einkum upphafs hennar, þegar Svejk er að láta raka sig. Þá fær hann upplýsingar um það þegar erkihertoginn grEining Magnús Halldórsson L @maggihalld 01/03 grEining

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.