Kjarninn - 01.05.2014, Page 32

Kjarninn - 01.05.2014, Page 32
03/03 grEining sem helstu iðnríki heimsins eiga með sér samstarf á póli- tískum forsendum. Stundum þarf að minna á það hversu stutt er síðan þessi stóru og miklu framfaraskref voru stigin með stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945 og Kola- og stál bandalags Evrópu árið 1952, sem síðar varð vísir að Evrópusambandinu. Veigamesta ástæðan fyrir stofnun SÞ og ESB var viðleitni til þess að koma í veg fyrir stríð. Það hefur ekki alltaf tekist en það eru meiri líkur á að svo verði á meðan þessar mikilvægu stofnanir eru virkur vettvangur um hvernig skuli taka á vandamálum eins og því sem nú blasir við í Úkraínu. Saga hörmunga stríðsátaka í Austur-Evrópu, sem Hasék hjálpar kynslóðunum að gleyma ekki í gegnum dátann Svejk, er víti til að varast. Það er huggun harmi gegn að búa við alþjóða pólitíska samvinnu þegar samfélagslegar púður- tunnur verða til, en alveg eins og þegar Franz Ferdinand var skotinn geta hlutirnir breyst leiftursnöggt til hins verra. „Í Úkraínu, alveg eins og Sara- jevo árið 1914, er uppi ógn- vænleg staða.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.