Kjarninn - 01.05.2014, Page 37

Kjarninn - 01.05.2014, Page 37
05/07 dómSmál snérist um að hámarka hagsmuni eins hluthafa, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, á kostnað allra hinna. Hann ætlaði sjálfum sér allt en skilja ekkert eftir ... Afstaða Árna Haukssonar var sú að ef það ætti að selja alla fjölmiðlana þá ætti að framkvæma verðmat og leyfa öllum að bjóða. Á þessum tíma voru aðrir aðilar sem höfðu áhuga. ... Í öðru lagi kom fram í kynningu Ara Edwald á eignasölunni á stjórnarfundinum að 365 var í raun þegar gjaldþrota. Þar sagði hann að gatið, þær kröfur sem myndu ekki fást upp gerðar, yrðu ekki nema 2,5 milljarðar króna. Þeir kröfuhafar sem yrðu illa úti voru Landsbankinn og íslenskir lífeyrissjóðir. Samkvæmt lögum þarf að gefa félag sem er sannarlega gjaldþrota upp til skipta. Annað er lögbrot og stjórnarmennirnir gátu borið skaðabóta- ábyrgð vegna þess. Þegar á þetta var bent á stjórnarfundinum hló meirihluti stjórnarmanna af aðfinnslunni. Þrátt fyrir þessa áhættu flaug málið í gegn og var samþykkt. Fljótlega kom í ljós að Jón Ásgeir átti eftir að finna þá 1,5 milljarða króna sem hann hafði skuldbundið sig til að greiða fyrir fjölmiðlahluta 365.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.