Kjarninn - 01.05.2014, Page 42

Kjarninn - 01.05.2014, Page 42
02/06 Úkraína Þ egar bráðabirgðastjórn tók við völdum í Úkra- ínu eftir að Viktor Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum í febrúar var efnahagsástandið stærsta verkefnið sem þá blasti við. Á tveimur mánuðum hefur margt breyst, ekki bara landamæri ríkisins. Daglega berast fréttir af uppreisn í austurhluta landsins. Á mánudag var borgarstjóri Kharkiv skotinn í bakið og á þriðjudag voru enn fleiri stjórnarbyggingar herteknar af uppreisnarmönnum, sem nú hafa slíkar byggingar á sínu valdi í rúmlega tíu borgum og bæjum. Hvað vilja uppreisnarmennirnir og hverjir eru þeir? Uppreisnarmennirnir í austurhluta Úkraínu vilja aukna sjálf- stjórn, jafnvel sjálfstæði, og sumir vilja verða hluti af Rúss- landi. Þeir segjast óttast að rússneskumælandi fólk í landinu verði kúgað af stjórnvöldum. Þeir njóta nokkurs stuðnings meðal almennings, enda eru margir óánægðir. Þá eru þær raddir háværar sem segja að núverandi stjórnvöld séu ólögmæt. Úkraínska þingið hefur í vikunni rætt möguleikann á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið eigi að vera sameinað áfram eða breytast í ríkjasamband þar sem hvert svæði hefði aukin völd. Þingmenn hafa ekki komist að neinni niðurstöðu og eru ósammála um orðalag og hvaða spurninga ætti að spyrja. Uppreisnarmennirnir eru færri en tóku þátt í innlimun Krímskaga. Flestir telja að þeir séu nokkuð hundruð, og þeim má skipta í tvo hópa. Annars vegar eru það hermenn, menn sem ganga um í ómerktum einkennisbúningum og eru bersýnilega vel þjálfaðir og vel vopnaðir. Hins vegar er verr skipulagður og vopnaður hópur uppreisnarmanna af hverjum stað eða svæði fyrir sig. Þrátt fyrir að sumir haldi því fram að uppreisnin sé sjálfsprottin hjá fólki á svæðinu er svo ekki að öllu leyti. Óligarkar, úkraínskir auðmenn, eru taldir hafa fjármagnað Úkraína Þórunn Elísabet Bogadóttir L @thorunneb „Þrátt fyrir að sumir haldi því fram að uppreisnin sé sjálf- sprottin hjá fólki á svæðinu er svo ekki að öllu leyti.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.