Kjarninn - 01.05.2014, Page 48

Kjarninn - 01.05.2014, Page 48
rEykjaVík Lokaspretturinn í borgarstjórnarkosningunum fram undan Engar kannanir gerðar síðustu tvær vikur Kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði, hefur ekkert breyst frá því fyrir páska, enda hafa engar nýjar skoðanakannanir verið framkvæmdar síðan þá. Viðbúið er að niðurstöður úr nokkrum slíkum muni detta í hús á næstunni og að styttra líði milli kannana eftir því sem nær dregur kosningadeginum 31. maí. Framboðin eru líka hvert af öðru farin að kynna áherslur sínar og helstu stefnumál. Búist er við því að Björt framtíð opinberi stefnu sína í dag, 1. maí, og Framsóknarflokkurinn kynnti loks oddvita síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá kom einnig í ljós að Framsóknarflokkurinn ætlar að bjóða fram í sameiningu við þá sem setja veru flugvallar í Vatnsmýri á oddinn og með því opinberast helsta stefnumál framboðsins í kosningunum sem fram undan eru. Áhugavert verður að sjá hvort vandræðagangur flokksins muni hífa fylgi hans enn meira niður eða hvort hörð afstaða í flugvallarmálinu rífi fylgið upp úr þeim djúpa öldudal sem það hefur mælst í fram til þessa. þsj aðferðin Forsendur spárinnar Kosningaspa.is sameinar niðurstöður skoðanakannana við útreikning á fylgi flokka. Hverri könnun er gefið vægi sem ákvarðast af þremur þáttum: Hvar og hvenær könnunin er framkvæmd og hversu margir taka þátt. Því er spáin vegið meðaltal af könnunum. Nánar 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% fylgi framboða til borgarstjórnar í reykjavík Samkvæmt nýjustu kosningaspá, gerðri 14. apríl 2014 25,0% 2,8% 24,8% 27,1% 7,5% 2,5% 0,3% 10,0% A B D S VT Þ 01/02 Kosningaspá.is kjarninn 1. maí 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.