Kjarninn - 01.05.2014, Síða 55

Kjarninn - 01.05.2014, Síða 55
m ikið hefur verið rætt um þéttingu byggðar að undanförnu og virðast ansi skiptar skoðanir á því hvað það felur í sér. Ég er persónulega hlynnt þéttingu byggðar í þeirri merkingu að dreifa ekki byggðinni út um allt. Ég er líka mjög umhverfissinnuð og fylgjandi markmiði um að draga úr notkun á einkabílnum og auka almenningssamgöngur og hjólreiðar í borginni. Mér finnst samt mikilvægt að þegar þétta á byggð sé ekki gengið á rétt íbúanna sem fyrir búa á svæðinu; þar þarf sérstaklega að passa upp á hæð húsa og að nýbyggingar falli inn í hverfið sem fyrir er. Hins vegar finnst mér ekki nauðsynlegt að þéttingin þurfi öll að gerast í miðbænum; nýta má betur önnur hverfi og klára þau sem byrjað hefur verið á eins og hverfið við Úlfársdal og gera þar fallega blandaða byggð. Ég er hins vegar líka hlynnt því að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni eins og málin standa nú. Fyrir því eru margar 01/02 álit trúarbrögðin „þétting byggðar“ Ása Lind Finnbogadóttir skrifar um hvernig hún er hlynnt þéttingu byggðar en vill ekki ganga á rétt íbúanna. álit ása lind finnbogadóttir Framhaldsskólakennari og skipar annað sætið hjá Dögun í Reykjavík kjarninn 1. maí 2014

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.