Kjarninn - 01.05.2014, Page 59

Kjarninn - 01.05.2014, Page 59
03/03 álit ár og ég finn fyrir gífurlegri vitundarvakningu meðal fólks hvað varðar tísku og fatnað. Því legg ég til að við eyðum peningunum okkar hjá íslenskum kaupmönnum og treystum því að í staðinn verði boðið upp á betra vöruúrval og samkeppnishæfara verð við verslanir erlendis. Það er ekki stanslaust hægt að kvarta yfir úrvalinu og verðinu hér heima og ætlast til þess að það batni án þess að við stundum við- skipti við það fólk sem stendur í rekstri. Það er líka svo gaman að rölta um og blanda geði við fólk sem maður hittir á förnum vegi. Það er gott að fá sér góðan kaffibolla í Reykjavík og kíkja í búðir, það er mjög oft spiluð góð tónlist í búðum og boðið upp á afbragðs þjónustu ef maður þarf á henni að halda. Það er eingöngu í gamaldags þenkjandi verslunum að starfsfólk er stans- laust að angra mann og reyna að selja manni einhverja vöru, slíkar verslanir má fólk gjarnan sniðganga mín vegna. Það að ganga inn í verslun til að skoða er alls ekki illa séð af starfsfólki og fullyrði ég að verslunareigendur og starfsfólk fagni allri þeirri umferð sem þau fá í verslun sína. Ekki hika við að kíkja inn í búð þó að þú hafir engar áætlanir um að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut. Kannski kaupir þú eitt- hvað næst eða talar fallega um búðina við einhvern af vinum þínum og þá er strax kominn ávinningur fyrir verslunarfólk. Látum sjá okkur í verslunum hér heima og styðjum ís- lenska kaupmenn. Það eru ekki allir að reyna að svindla á þér og þetta er ekki allt saman ein stór svikamylla þó að sumt fólk virðist halda það. Og í guðanna bænum getið þið hætt að versla við Ali Express, við erum betri en þetta Íslendingar. Íslenskt, já takk. „Og í guðanna bænum getið þið hætt að versla við Ali Express, við erum betri en þetta Íslendingar.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.