Kjarninn - 01.05.2014, Page 66

Kjarninn - 01.05.2014, Page 66
01/01 græjur kjarninn 1. maí 2014 VIber Kemur sér vel þegar maður á vin- konur sem búa erlendis úti um allar trissur. Hringt á milli snjallsíma yfir netið, kostar ekki neitt. Notar samt bara venjulega símanúmerið þitt. COpy Gagna- geymsla í skýinu, virkar eins og Dropbox nema gefur þér miklu fleiri frí GB við skráningu og eins þegar einhver skráir sig í gegnum þig. Er líka öruggari þegar á að deila skjölum. Crazy HelIUM bOOtH Fáránlega fyndin vídeó þar sem myndin brenglast og röddin líka. Mæli með þessu. Ég er hætt að skrifa SMS. Sendi svona vídeó í stað- inn. Þetta er málið. Hildur sigurðardóttir eigandi Letterpress „Ég á iPhone 4s“ 01/01 græjur tækni Ný marklínutækni verður notuð í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í sumar Allir knattspyrnuáhugamenn kannast við að rífast um hvort bolti hafi raunverulega farið yfir marklínu eða ekki. Undanfarin misseri hefur tæknin haft þessi rifrildi af þeim sem horfa á leiki í ensku deildinni og víðar. Og í sumar verður marklínutækni beitt í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í knattspyrnu, sem í þetta sinn fer fram í Brasilíu. Atvik eins og þetta heyra því líklega sögunni til. Sjö myndavélar munu fylgjast með hverju marki og sjá til þess að enginn vafi verði á því hvort bolti hafi farið inn eða ekki. Þeir sem fylgjast með myndavélunum munu vera með 360 gráðu yfirsýn yfir marklínuna. Tilkynning um hvort vafabolti hafi farið yfir línu eða ekki mun berast í úr dómara leiksins innan sekúndu frá atvikinu. Þýska fyrirtækið GoalControl GmbH framleiðir búnaðinn og setur hann upp.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.