Kjarninn - 01.05.2014, Page 68

Kjarninn - 01.05.2014, Page 68
02/04 bílar leiðarenda, gerði upplifunina mögulega. Bílprófið frelsar okkur úr landfræðilegum höftum og rúmir 100.000 fer- kílómetrar eru okkar til að njóta, þar sem við viljum, þegar við viljum. Síðan gerist það gjarnan að við tjóðrum okkur smátt og smátt aftur við átthagana. Við þurfum að vinna, mála þakið, fara í fermingarveislu, setja í þurrkara, sjá Bó og Bubba í Hörpu og þar fram eftir götunum. Einstaka sinn- um fáum við úthlutun hjá stéttarfélaginu og þá er brunað í bústaðarferð, en hún snýst öðru fremur um að troða í sig grillmat og leita að krananum fyrir pottinn. Ágætt, en tilbreytingarsnautt. Ekki er öll von úti. Mörg dæmi eru um fólk sem lét þetta ekki henda sig, eða hafði kjark til að snúa þróuninni við og halda á vit ævintýranna. Christine og gunther Holtorf Holtorf-hjónin þýsku voru rétt skriðin yfir fimmtugt þegar þau ákváðu að leggja land undir hjól. Þetta var árið 1989 og fyrir táknræna tilviljun féll Berlínarmúrinn um sömu mundir. Gunther var forstjóri þýsks flugfélags og gagn tekinn af vinnu sinni. Upphaflega áætluðu hjónin að ferðast lóðrétt suður um Afríku á 18 mánuðum, en dvöldu þar í fimm ár áður en yfir lauk. Við tók ferðalag um jarðkringluna sem hefur nú staðið yfir í aldarfjórðung. Christine lést fyrir fjórum árum en Gunther lofaði henni að ljúka ferðalaginu, sem telur nú í kringum 200 lönd þótt sum séu ekki viðurkennd ríki. Síðast fréttist af honum um miðbik síðasta árs, en hann notar hvorki farsíma né internet og hefur lítinn áhuga á athyglinni sem hann fær. Lestu viðtal við Gunther Holtorf

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.