Kjarninn - 01.05.2014, Page 69

Kjarninn - 01.05.2014, Page 69
03/04 bílar Fararskjótinn er 1988 árgerð Mercedes Benz G-Wagen og er að líkindum víðförlasta bifreið veraldar. Í bílnum gistir hann að öllu jöfnu, eða í hengirúmum þegar aðstæður eru til. Bílinn hefur Gunther notað frá upphafi og segir hann að lítið hafi verið um viðhald, eftir rúma 800.000 km. Hann hefur aldrei lent í ráni eða neinum óhöppum sem nöfnum tjáir að nefna. Mercedes hyggst hýsa gripinn á safni þegar Gunther skilar sér heim til Þýskalands úr síðustu reisunni, en hann er nú hálfáttræður. jim rogers Ævintýramaðurinn Jim Rogers er best þekktur sem fjárfestir og rithöfundur en hefur víða ferðast síðan hann komst í álnir, bæði á bílum og bifhjólum. Fyrir hálfum öðrum áratug hóf hann hnattreisu á sérútbúinni Mercedes-bifreið, en glögga lesendur rámar kannski í að upphaf ferðarinnar var einmitt í Reykjavík. Í Norður-kóreu Gunther og Christine óku á Mercedes-bílnum til Alþýðu- lýðveldisins á norðanverðum Kóreuskaga.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.