Kjarninn - 01.05.2014, Page 70
04/04 bílar
Deila má um fegurð fararskjótans, en hann dugði til
að ljúka ferðinni þremur árum síðar í New York, með
245.000km að baki.
Huldar breiðfjörð
Ekki líta svo á að þú þurfir að vera forstjóri eða auð kýfingur
til að lenda í ævintýrum. Sjálfsagt eru þeir margir Ís-
lendingarnir sem kannað hafa
nýjar slóðir á fjórum jafn-
fljótum. Einn þeirra var bara
venjulegur ungur maður, sem
fór að leiðast að þræða barina
um helgarnætur og keypti sér
gamlan Volvo Laplander til að
aka hringinn um Ísland. Þetta
gerði hann einn um miðjan
vetur.
Um reynslu sína skrifaði
ferðalangurinn, Huldar Breið-
fjörð, frábæra bók, sem er holl
lesning fyrir alla, sérstaklega
lattélepjandi miðbæjartrefla.
Ekki hugsa of lengi
Þú hefur einhvern tímann fengið þessa flugu í höfuðið, er
ég viss um. Ekki skipuleggja hugmyndina í svefn. Ekki bíða
eftir betra tækifæri. Leggðu bara í hann. Þú þarft ekki að fara
langt og þú þarft ekki að sjá eða gera allt í fyrstu umferð. En
einn góðan veðurdag verður þú steindauð(ur) og þá er það of
seint.
Góða ferð.
Volvo laplander
Saga Huldars Breiðfjörð um
ferðir sínar á Laplander-
bílnum er holl lesning fyrir
alla.