Kjarninn - 01.05.2014, Síða 73

Kjarninn - 01.05.2014, Síða 73
02/04 kjaftæði ljúgum okkur inn á kjósendur Á hvaða tímapunkti fór Sjálfstæðisflokkurinn að trúa því að allir frambjóðendur hans yrðu að líta út eins og Bjarni Benedikts son til þess að teljast frambærilegir? Þetta eru einhver ný sannindi því Davíð Oddsson leit út eins og Gilitrutt allan sinn stjórnmálaferil og þá farnaðist flokknum einna best. Þetta er hluti af stærra vandamáli. Stærri villu sem tilheyrir þessum gömlu stjórnmálum. Þetta er „ljúgum okkur inn á kjósendur“-stefnan og hún er algjörlega óþolandi. Ef það er eithvað sem Jón Gnarr og Besti flokkurinn hefur kennt okkur þá er það að einlægnin er ofar öllu. Þeir sjálfstæðimenn í borgarmálum sem föttuðu það líka, þeim var bolað út. Öll þessi kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins er fótósjopp-rúnk frá A-Ö. Eins og þetta stórundarlega upphlaup í kringum ársskýrslu borgarinnar í vikunni, sem var eitthvert mesta #struggle sem ég hef séð. Skilaboðin sem er verið að selja kjósend- um eru einföld. Núverandi meirihluti er samansettur af trúðum og kommúnistum og þeir kunna ekki að fara með peninga. Einungis Sjálfstæðisflokkurinn kann að fara með peninga. Þetta er fyndið, í alvöru. Ekkert í Íslands- sögunni neins staðar bendir á nokkurn hátt til þess að sjálfstæðismenn kunni að fara með peninga. Þó svo að þeir aðhyllist kapítalisma er þetta heldur glatað samansafn af kapítalistum. Eins konar áhugamannafélag, þar sem menn hafa svona yfirleitt ekki tekið þátt í neinum fyrirtækjarekstri á frjálsum markaði. En hafi þeir einhvern tíma gert það hafa þeir yfirleitt þurft að gera grein fyrir þeim afskiptum fyrir dómstólum á einhverjum tímapunkti. Svo rosalega mikið ströggl Svo byrja einhver vatnsþynnt slagorð sem eru samin á litlum sellufundum. „Núverandi meirihluti hefur hækkað skuldir Reykjavíkurborgar um 15 milljónir á dag síðan hann tók við.“ „Á hvaða tíma- punkti fór Sjálfstæðis- flokkurinn að trúa því að allir frambjóðendur hans yrðu að líta út eins og Bjarni Benediktsson?“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.