Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 5

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 5
02/03 leiðari mér spánskt fyrir sjónir í fyrsta skiptið þegar ég sá hana eitt kvöldið í upphitunarþættinum Alla leið sem sýndur var á RÚV í aðdraganda Eurovision-keppninnar. Þarna blasti við mér sjón sem ég átti ekki að venjast, alskeggjuð kona í glæsi- legum kjól, og ég vissi hreinlega ekki alveg hvað mér ætti að finnast. Auðvitað hef ég oft séð karla í draggi, en skeggið gerði útlit hennar þeim mun áhrifameira. Nokkrum sekúndubrotum síðar áttaði ég mig á því að mér ætti bara ekki að finnast neitt annað en að þetta væri fullkomlega eðlilegt allt saman og í stakasta lagi og brosið skreið fram. Um leið gerði ég mér grein fyrir hvernig staðalímyndir og hugmyndir um hlutverk kynjanna hafa smeygt sér inn í höfuð kúpuna og tekið sér bólfestu án þess að ég hafi nokkru sinni boðið þeim að kíkja í kaffi. Þessi auto-pilot stilling getur farið alveg hrikalega í taugarnar á mér. Ég sem lít á mig sem svo opinn og nútímalega þenkjandi uppalanda. Gleðin sem ég fann þegar ég uppgötvaði hvað ég er ekki nógu víðsýnn heldur forpok- aður breytist fljótlega í leiða. Ég varð leiður yfir því að hafa látið Conchitu setja mig út af laginu. Ég áttaði mig á því hvað það var fáránlegt, og satt best að segja skammaðist ég mín. Ég sat eins og þorri landsmanna límdur við sjónvarps- skjáinn, ásamt fjölskyldunni, á milli þess sem ég stökk út á svalir og kíkti á hamborgarana brenna á gasgrillinu. Við skemmtum okkur konunglega saman yfir keppninni og misjöfnu lögunum. Ekkert lag var frábært, nokkur lög voru þokkaleg en flest þeirra hræðileg. Sviðsframkoma pólsku stúlknanna varpaði hins vegar skugga á annars skemmtilega kvöldstund, þar sem þær kepptust við að snara atkvæði Evrópubúa í flegnum búningum með nektina að vopni. Ég leyfi mér að efast stórlega um að þær hafi teiknað búningana sína sjálfar. „Þessi auto-pilot stilling getur farið alveg hrikalega í taugarnar á mér. Ég sem lít á mig sem svo opinn og nútímalega þenkj- andi uppalanda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.