Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 15

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 15
08/13 menntamál k jarninn hefur að undanförnu fjallað um skilyrði íslensks háskólafólks til þátttöku í samfélags- legri umræðu, en í ljós kemur að hluti háskóla- manna veigrar sér við að taka þátt í umræðunni vegna ótta við viðbrögð valdafólks. Kjarninn leitaði til þriggja kvenna innan íslenska háskólasamfélagsins sem hafa látið að sér kveða í opinberri umræðu á síðustu árum og misserum og ræddi við þær um reynslu þeirra og skilyrði íslensks háskólafólks til þátttöku í slíkri umræðu. „Ég held að ég sé að upplagi enginn uppreisnarseggur en náttúruverndarmál hafa alltaf brunnið á mér. Ég hef gengið fram og tjáð mig þegar mér hefur fundist ég vera knúin til þess. Ég hef reynt að gæta þess að gera það bara þar sem ég hef þekkingu frá fyrstu hendi, þegar mér finnst mér bera skylda til að leiðrétta rangfærslur sem hafa komið fram eða slagsíða er á umræðunni og almenningur ekki upplýstur með réttum hætti,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, sem hefur mætt töluverðu andstreymi eftir að hafa tjáð sig um náttúruverndar- og virkjanamál. Oft er sagt að háskólamenn hafi borgaralegar skyldur til þátttöku í samfélagslegri umræðu. „Hluti af því að fara inn í háskólasamfélagið er að hafa möguleika til að hafa áhrif með einhverjum góðum hætti á samfélagið í heild, bæði í gegnum nemendur og opinbera umræðu,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sem starfað hefur sem sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík undanfarin þrjú ár og meðal annars ritað pistla um lögfræðileg málefni í Kjarnann. Þóra Ellen telur að vísindamenn sem búa yfir tiltekinni þekkingu hafi siðferðilega skyldu til að stíga fram, sem spretti meðal annars af því að flestir vísindamenn hafi ákveðna ástríðu og virðingu gagnvart viðfangsefni sínu. „Svo tel ég líka að við sem störfum í opinberum háskólum, rann- sökum fyrir opinbera styrki, séum í raun og veru í vinnunni á kostnað skattborgaranna, höfum líka upplýsingaskyldu gagnvart almenningi,“ segir Þóra Ellen. menntamál Björn Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.