Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 10

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 10
04/06 eFnahagsmál Byggingarvörufyrirtækið Mest ehf. fór ævintýralega á haus- inn skömmu fyrir bankahrun, en kröfur í þrotabúið námu ríf- lega þremur milljörðum króna. Með hliðsjón af ofangreindu, 7,6 milljarða króna gjaldþroti BM Vallár árið 2010 og upplýs- ingum Kjarnans úr ársreikningum fyrirtækja í byggingar- og mannvirkjageiranum má áætla að hátt í fjörutíu milljarðar króna hafi tapast á fyrirtækjum í geiranum í aðdraganda bankahrunsins og árin á eftir. meira gæti tapast vegna húsasmiðjunnar Sérstakur saksóknari hefur ákært þrettán starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða meint verðsamráð starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar á árunum 2010 og 2011, meðal annars í tengslum við útboðsgerð, og tilraunir þeirra við að koma á verðsamráði við Múrbúðina. Framtakssjóður Íslands seldi Húsasmiðjuna til Bygma í lok árs 2011. Samkvæmt sölusamningnum hélt sjóður- inn eftir ábyrgð á tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum, sem urðu til áður en Framtakssjóðurinn eignaðist Húsasmiðjuna. Annars vegar er þar um að ræða mögulega sekt vegna meintra samkeppnislagabrota sem nú hefur verið ákært fyrir, að hluta að minnsta kosti, og mögulega endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota sem rekja má til samruna eignarhaldsfélaga við Húsasmiðjuna á árunum 2003 til 2006. Til þessa hefur Framtakssjóður Íslands þurft að reiða fram hátt í sjö hundruð milljónir króna vegna endur álagningar opin berra gjalda vegna skattalagabrota, sem fólst í áður- nefndu samkomulagi. Til viðbótar kemur mögulega sekt vegna samkeppnislagabrotanna sem Sérstakur saksóknari hefur nú ákært fyrir. Embættið rannsakar þátt einstaklinganna sem um ræðir í meintum samkeppnislagabrotum, og Samkeppniseftirlitið „Eftirgjafirnar má ýmist skýra sem beinar afskriftir, endurútreikning ólögmætra gengis lána eða að skuldum viðkomandi fyrirtækja hefur verið breytt í hlutafé.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.