Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 28
19/23 viðskipti
tilraunarvettvang rafmyntar þar sem allir fá sinn skammt
ókeypis. Þannig sjáum við hvað gerist þegar heilt samfélag
verður meðvitað um rafmynt.“
Hvers vegna eru rafmyntirnar orðnar svona margar?
Gætu Íslendingar t.d. ekki bara notað Bitcoin í stað þess að
nota eigin rafmynt, ef þeir vilja notast við
slíkan gjaldmiðil á annað borð?
„Bitcoin er enn í þróunarferli (e. beta),
rétt eins og allar aðrar rafmyntir. Bitcoin
hefur reynst nokkuð vel en hver eining
kostar hundruð dollara. Þegar sú er
raunin eru fáir tilbúnir að prófa sig áfram
(e. experiment) með myntina. Ef einhver gefur mér rafmynt
er ég mun líklegri til þess að prófa mig áfram og gera frekari
tilraunir við að nota hana. Ef ég tapa einhverju þá skiptir það
litlu máli.“
David segir að þrátt fyrir að rafmyntirnar, notenda-
hópurinn og markaðurinn í kringum þær hafi þróast afar
hratt að undanförnu lifum við enn árdaga myntanna. Hann
hvetur Íslendinga til að sækja sína aura og skipta hluta
þeirra í aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. „Þá fæst aðeins betri
tilfinning fyrir raunverulegu virði myntarinnar. Það er hægt
að nota Bitcoin við ótalmargt á netinu,“ segir hann.
„Þegar ég sá fyrst tilkynninguna
um Auroracoin á spjallborði
um rafmyntir fannst mér hug-
myndin afar áhugaverð.“
RAFmynTiR hJáLPA Þeim sem minnsT hAFA
„Í heiminum í dag er ekkert eins spennandi og
[fyrirbærið] rafmyntir,“ segir David Lio. Hann starf-
aði áður við þróun gervigreindar en eftir að hafa
fylgst með Bitcoin og framvindu rafmynta frá árinu
2011 stökk hann á vagninn í fyrra, flutti frá Kali-
forníu til New York og stofnaði ráðgjafarfyrirtækið
CoinHeavy. Meðal viðskiptavina hafa verið fjárfestar
sem eiga í viðskiptum með ýmsa málma og hafa
útvíkkað starfsemi sína á markaði með Bitcoin.
Hann segir fjölmarga halda um Bitcoin af sömu
ástæðu og þeir kaupa gull eða aðra málma, slíkar
„vörur“ séu vörn (e. hedge) gegn gjaldmiðlum.
David hefur jafnframt gefið starfskrafta sína við að
aðstoða góðgerðarfélög, þannig að þau geti tekið
við framlögum í rafmyntum. „Ég kann illa við að
þegar þú gefur góðgerðarfélögum peningana þína
skila þeir sér aðeins að hluta. Í Bandaríkjunum
getur það verið heljarinnar pappírsvinna að senda
peninga til slíkra félaga, jafnvel þótt upphæðin sé
lág. Í dag höfum við þessa tækni, rafmyntir, þar sem
þú getur sent peninga á örfáum sekúndum, svo
lítið sem 25 sent ef þér þóknast svo, og upphæðin
rennur öll til félagsins. Öll góðgerðarsamtök ættu
að taka við rafmyntum í dag,“ segir hann. Þrátt fyrir
að virði Bitcoin flökti gífurlega sé lítið mál að skipta
myntinni samstundis í dollara eða annan gjaldmiðil.
„Ég tel að rafmyntirnar hjálpi engum meira en þeim
sem eiga hvað minnst í heiminum í dag.“