Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 71
57/60 Bókmenntarýni
kröftum; því meiri auður, þeim mun hraðar vaxi hann.
Piketty setur þetta í samhengi við stöðuna í samtímanum,
en út frá þeim gögnum sem hann hefur rannsakað á ríkasta
0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum
og auðugasta eina prósentið (um 45 milljónir manna) á um
50% af öllum auði heimsins. Ójöfnuðurinn er enn meiri
hnattrænt vegna þess að ójöfnuður milli heimshorna er
mikill. Piketty telur að á þessari þróun sé einungis unnt
að hægja með framsæknu skattkerfi. (438) Auðugasta eina
prósentið fái tekjur sínar í gegnum fjármagnið – næstu níu
prósentin fremur í gegnum laun (þar má finna framkvæmda-
stjóra á ofurlaunum). Ríkustu 10 prósentin eigi um 60%
þjóðarauðsins í flestum Evrópuríkjum (Frakklandi, Þýska-
landi, Bretlandi og Ítalíu). Fátækustu 50 prósentin eiga
minna en tíu (jafnvel fimm) prósent af þjóðarauðnum. (257).
stríð og skattar
Capital in the Twenty-First Century er ekki síður
sagnfræði en hagfræði enda telur Piketty að
sögulegir viðburðir hafi stundum skapað aukinn
jöfnuð. Þannig hafi heimsstyrjaldirnar tvær
orðið til þess að efnafólk missti talsvert af eigum
sínum og vestræn ríki orðið að beita aukinni
skattlagningu á hátekjufólk til að standa undir
stríðsrekstrinum. Að sama skapi hófst tímabil
mikils vaxtar í Evrópu eftir seinna stríð sem varð
til þess að almenningi vegnaði vel, víða höfðu
einkafyrirtæki færst í opinbera eigu eftir stríð sem skilaði
samfélaginu auknum auði og víða var komið upp þrepaskiptu
skattkerfi sem dreifði skattbyrðinni ólíkt á hópa þannig
að hinir efnameiri báru meiri byrðar en hinir tekjulægri.
Minni samþjöppun auðs nú en undir lok 19. aldar og í byrjun
þeirrar tuttugustu er þannig fyrst og fremst vegna tiltekinna
sögulegra viðburða og stjórnvaldsaðgerða. Piketty rekur svo
hvernig pólitískar ákvarðanir á níunda áratug tuttugustu
aldar sneru þessari þróun við. Áður en kyndilberar nýfrjáls-
hyggjunnar, Ronald Reagan og Margaret Thatcher, komust
hagnýtar upplýsingar
Auðmagn á 21. öldinni (e. Capital in
the Twenty-First Century)
höFunDuR Thomas Piketty
ÞÝDD á ensku AF Arthur Goldhammer
BLAðsíðuFJöLDi 696 blaðsíður
Kom fyrst út í Frakklandi í ágúst 2013
Kom fyrst út á ensku í apríl 2014
úTGeFenDuR Éditions du Seuil og Harvard
University Press