Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 32

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 32
22/23 viðskipti að baki. Ef eitthvað óeðlilegt ætti sér stað væri það augljóst og trúverðug leikinn hyrfi. Það eru verkferlar sem gilda og hingað til hefur allt gengið upp sem Baldur sagði í upphafi,“ segir David. Hann útskýrir tæknilegu hliðina, hvernig 50% af aurora coin hafi verið „verkuð“ (e. pre-mined) fyrir fram og dreifist til Íslendinga. Þeir sem vilji geti síðan grafið eftir (e. mine) hinum helmingnum af heildarstabba aura. David fullyrðir að opið bókhald rafmynt- arinnar (e. ledger) hafi ekki sýnt fram á neitt óeðlilegt. Í grein á vefsíðunni Dogeconomist.com var sýnt fram á hvernig örfáir aðilar sem græfu eftir myntinni hefðu sótt langstærstan hluta þess sem nú hefur verið sóttur. Er þetta óeðlilegt? Eru einhverjir sem þekkja til að græða vegna þess að þeir vita meira en aðrir? „Ferlið við að grafa eftir rafmyntum hefur breyst mikið frá því sem áður var. Í fyrstu stóðu menn einir í því að grafa eftir myntum en eftir því sem fleiri komu að hafa myndast hópar eða „laugar“ (e. mining pools) þar sem unnið er saman. Í dag eru svokallaðar snjall-laugar (e. smart pools) algengar. Þær grafa eftir mörgum rafmyntum og verja tímanum í hverja og eina eftir verðmæti þeirra hverju sinni og erfiðleika við að sækja myntina,“ útskýrir David. Hann telur því ekki óeðlilegt að stór hluti aura hafi runnið til einstakra aðila, því að baki einum standi margir einstaklingar. verðið hrundi Rúmlega 10% Íslendinga hafa sótt sér þá Aura sem þeir eiga rétt á, í fyrsta skrefi áætlunar Baldurs Friggjars. Þar til aurarnir eru sóttir eru þeir í höndum Baldurs en þeim á að dreifa í þremur skrefum. Á fjögurra mánaða fresti geta þeir sem vilja sótt sér nýjan skammt af aurum, 31,8 AUR í hvert sinn. Að árinu loknu, í mars 2015, verður eftirstandandi aurum ýmist eytt eða þeir gefnir til góðgerðarmála, samkvæmt útlistun áætlunarinnar á auroracoin.org. Eins og fyrr greinir var verðmæti Auroracoin, sem segja má að hafi orðið til upp úr engu, gríðarlegt þegar myntinni var fyrst dreift hinn 25. mars síðastliðinn. Síðan þá hefur það hríðfallið og er verðmæti hvers skammts, 31,8 AUR, um 1.500 krónur í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.