Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 16

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 16
09/13 menntamál ekki í pólitík Guðrún Johnsen, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, hefur vakið athygli fyrir nýja bók sína „Bringing Down the Banking System: Lessons from Iceland“, þar sem farið er ítarlega yfir orsakir hrunsins. Hún hefur verið óhrædd að rifja upp í fjölmiðlum hvað fór úrskeiðis í hruninu en segist velja vel hvaða mál hún tjái sig um. „Þegar eftir því var leitað fannst mér t.d. það vera borgaraleg skylda mín að benda á það, áður en Landsdómsmálið fór í atkvæðagreiðslu, að það var raunverulega hægt að forða tapi með aðgerðum en ráðamenn þjóðarinnar gerðu ekki neitt þegar áhlaup var gert á Landsbankann í lok mars 2008,“ segir Guðrún og rifjar upp að ummæli hennar í viðtali þessa efnis hafi valdið nokkru fjaðrafoki á sínum tíma. Þóra Ellen segist hafa verið beðin um að tjá sig um ýmislegt sem snúi að umhverfismálum. „En ég hef dregið línuna við ákveðinn hluta náttúruverndarmála og ég vil meina, þó með einni undantekningu kannski, að ég hafi eingöngu tjáð mig sem fræðimaður innan míns fræðasviðs,“ segir Þóra. Hún bætir við að háskólafólki sé þannig á vissan hátt afmarkaður einn bás, sem sé ekki endilega sanngjarnt því hver manneskja hafi fleiri en eina rödd og eina skoðun. „En raunveruleikinn er einhvern veginn sá að á þessum vettvangi hættir maður trúverðugleika sínum sem fræðimaðuref maður fer að tjá sig um mjög óskyld mál. Þá er búið að stimpla að maður sé í póli- tík, sem ég hef stundum verið sökuð um og tel að sé ákaflega ósanngjörn ásökun. Ég hef aldrei verið í pólitík,“ segir Þóra Ellen. Í sama streng tekur nafna hennar, Þóra Hallgríms- dóttir, sem segir: „Ég held ekki með neinum stjórnmálaflokki og ef ég hef eitthvað að segja vil ég frekar að það birtist á miðli sem er ekki skilgreindur sem pólitískur.“ „Ég held ekki með neinum stjórnmálaflokki og ef ég hef eitthvað að segja vil ég frekar að það birtist á miðli sem er ekki skil- greindur sem pólitískur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.