Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 65
51/54 knattspyrna
meiri dramatík en áður
Þegar 19 umferðir höfðu verið leiknar í desember síðast-
liðnum, og deildin hálfnuð, voru Sunderland og West Ham
í tveimur neðstu sætunum. Fulham og Crystal Palace voru
með jafnmörg stig og nánast sömu markatölu í sætunum þar
fyrir ofan. Af þessum fjórum liðum féll einungis eitt, Fulham.
Sunderland varð annað liðið frá upphafi úrvalsdeildarinnar
til að vera á botninum en bjarga sér samt frá falli. Lengst af
voru um tíu lið í fallbaráttunni.
Á sama tíma var Arsenal í efsta sæti og Everton í fjórða
sæti. Liverpool sat þá í fimmta sætinu og utan meistara-
deildarinnar þegar tímabilið var hálfnað. Hin fræga afturför
Manchester United var í góðum gír á þessum tíma og liðið
sat í sjötta sæti.
Eftir síðustu helgi blasti allt önnur staða við. Cardiff og
Norwich féllu með Fulham, Manchester City varð meistari
eftir ótrúlega baráttu við Liverpool, Arsenal lenti í fjórða
sæti og Everton í því fimmta með 72 stig. Það hefur einungis
gerst þrisvar í sögu úrvalsdeildarinnar að slíkur stigafjöldi
dugi ekki til að ná fjórða sætinu. Síðast þegar Everton náði
meistaradeildar sæti árið 2005 var liðið með 61 stig, ellefu
stigum minna en á þessari leiktíð. Árið áður fékk Liver-
pool 60 stig og náði meistaradeildarsæti. Árið 1997 vann
Manchester United raunar titilinn með 75 stigum, þremur
meira en Everton náði nú.
LokAsTAðAn á meðAL ísLenDinGA í FAnTAsy PRemieR LeAGue
Draumaliðsspilun er orðin
hluti af vikulegri rútínu
fjölmargra aðdáenda enska
boltans. Alls voru 972.078
lið skráð til leiks í opinbera
draumaliðsleik deildarinnar
og þar af voru 4.801 frá
Íslandi. Af þeim íslensku
urðu eftirfarandi í tíu efstu
sætunum:
Lið stjóri
1 Igor Biscan Tryggvi Kristjánsson
2 Einar´s BESTTEAMEVER Einar Svanlaugsson
3 Tight lines Sævar Ásgeirsson
4 Man_City Ingi Rafnsson
5 Strúnan Ágúst Guðmundsson
6 Gylverpool Gylfi Gylfason
7 Sunshine United Davíð Hallgrímsson
8 Þegiðu Birgir Ágústsson
9 Huginn Guðlaug Sigmundsdóttir
10 Handavinna Jón Eggert Hallsson