Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 6
4
töflur 3 til 24 og að lokum töflur um vinnuafl og þjóðarauð
eftir atvinnugreinum í svipaðri sundurliðun og fram-
leiðslureikningarnir.
Að síðustu eru svo þrír viðaukar. Hinn fyrsti lýsir
samsvörun atvinnugreinaflokkunar Hagstofunnar og nýrrar
flokkunar Sameinuðu þjóðanna. Hinir tveir viðaukarnir sýna
enska og danska þýðingu á heitum helstu atvinnugreinanna og
hugtaka .
Skýrsla þessi er sú fyrsta í ritröð um þjóðhags-
reikninga, sem Þjóðhagsstofnun áformar að gefa út. Næsta
skýrsla í þessari ritröð fjallar um búskap ríkis og
sveitarfélaga 1945-1980 og kemur hún út á næstunni.
Allar fjárhæðir í þessari skýrslu eru í nýkrónum, og á
verðlagi hvers árs. Áformað er, að í framhaldi af þessu
verki verði framleiðsluuppgjörið fært til fasts verðlags,
þannig að samanburður fáist á hagvöxt eftir báðum
uppgjörsaðferðum.
Eins og fram kemur í grein 5.3 sýnir framleiðslu-
uppgjörið nokkru hærri niðurstöður en ráðstöfunaruppgjörið
og er munurinn allt að 5%. Frekari samanburður á
niðurstöðum eftir þessum báðum uppgjörsaðferðum mun bíða
niðurstaðna úr neyslurannsóknum Þjóðhagsstofnunar fyrir
þetta tímabil. Einnig verður þá litið til niðurstaðna
tekjuskiptingaruppgjörsins, þegar það liggur fyrir.
Gamalíel Sveinsson hefur haft umsjón með þessari
skýrslu og mótað vinnuaðferðir. Það segir sig sjálft, að
skýrslugerð af þessu tagi er reist á upplýsingum og aðstoð
fjölmargra aðila, sem of langt yrði upp að telja.
Þjóðhagsstofnun kann öllum þessum aðilum hinar bestu þakkir
fyrir góða samvinnu.
Þjóðhagsstofnun,
Ólafur Davíðsson