Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 23

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 23
21 II 836 Bókasöfn og önnur söfn II 642 Sjúkrasamlög II 522 Götuhreinsun, sorphreinsun o.fl Til viðbótar við geiraskiptinguna, sem nú hefur verið lýst, eru framleiðslureikningarnir einnig flokkaðir eftir þeirri atvinnustarfsemi sem fram fer. Flokkunin getur verið með ýmsu móti en í þessari skýrslu er fyrst og fremst fylgt alþjóðlegri atvinnugreinaflokkun Sameinuðu þjóðanna, svonefndri ISIC-flokkun (International Standard Industrial Classification of All Economic Activity; United Nations, 1968). Þessi flokkun byggir á níu aða1atvinnuvegum, sem síðan greinast í undirflokka eða atvinnugreinar. Atvinnuvegirnir eru auðkenndir með einum tölustaf frá 1 og upp í 9. Landbúnaður er t.d. með númerið 1 en ýmis þjónustustarfsemi með númer 9. 1 töflum 5-10 er birt flokkun atvinnuveganna með þessum hætti. Undirflokkar eða atvinnugreinar eru síðan auðkenndar með fleiri en einum tölustaf en fyrsti auðkennisstafur atvinnugreinar vísar til þess atvinnuvegar sem greinin tilheyrir, og síðan koll af kolli. Mesta sundirliðun í ISIC-flokkuninni miðast við fjóra tölustafi. í þeirri sundurliðun, sem birtist í töflum 11-22 í þessari skýrslu, er miðað við tveggja stafa ISIC-flokkun að mestu. Samkvæmt þeirri flokkun verða atvinnugreinarnar 27 auk starfsemi hins opinbera og annarrar starfsemi. Auk tveggja stafa ISIC-flokkunarinnar er í töflum 23 og 24 í þessari skýrslu einnig birt þriggja stafa atvinnuvegaflokkun Hagstofu Islands, en sú flokkun er sú frumheimild, sem unnið hefur verið eftir við gerð framleiðslureikninganna. í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar eru alls 176 atvinnugreinanúmer. Nokkur þessara númera hafa verið dregin saman í eitt þannig að alls eru birtir 129 framleiðslureikningar samkvæmt þriggja stafa flokkuninni í töflu 24. Varðandi samsvörun milli þriggja stafa flokkunar Hagstofunnar og tveggja stafa ISIC-flokkunar má vísa til viðauka 1. í sambandi við þessar tvær flokkunaraðferðir er rétt að benda á, að drjúgur hluti viðgerðagreina, sem talinn er til iðnaðar hjá Hagstofunni, ætti að réttu lagi að teljast til þjónustustarfsemi samkvæmt ISIC-f1okkuninni, þ.e. atvinnuvegar 9. Þessi mismunur getur skipt máli og í samanburði milli landa er fullrar aðgæslu þörf, þar til Hagstofan hefur tekið upp ISIC-f1okkunina eins og flestar þjóðir hafa nú gert. Samsvörun milli ISIC-flokkunar og flokkunar Hagstof- unnar er einnig nokkrum vandkvæðum bundin, þegar í sama atvinnugreinanúmeri er t.d. bæði viðgerðir og nýsmíði eins og dæmi eru um í flokkun Hagstofunnar, en í ISIC- flokkuninni er ekki gert ráð fyrir slíku. Hér hefur nú verið lýst tvöfaldri flokkun framleiðslureikninga, annars vegar geiraskiptingunni og hins vegar atvinnugreinaflokkuninni. Að jafnaði fylgist þessi flokkun að, þannig að fyrst er framleiðslureikningunum skipt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.