Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Síða 32

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Síða 32
30 4.2.11 Fasteiqnarekstur oq þ.jónusta við atvinnurekstur (atv.gr. 83) Til þessarar greinar telst fasteignarekstur og ýmis þjónusta við atvinnurekstur svo sem bókhalds- og lögfræðiþjónusta, fjölritun o.fl. Heimildir um aðrar greinar en fasteignarekstur er að finna í atvinnuvega- skýrslum Þjóðhagsstofnunar. Hvað fasteignarekstur varðar þá nær hann til rekstrar íbúðarhúsnæðis, hvort sem húsnæðið er leigt út eða eigandi notar það sjálfur, svo og til útleigu atvinnuhúsnæðis og véla. Framleiðsluvirði útleigðs atvinnuhúsnæðis og véla er áætlað sem summa gjaldfærðrar leigu hjá öðrum atvinnu- greinum. Aðföng og vinnsluvirði eru áætluð á grundvelli ýmissa heimilda meðal annars vísitölu húsnæðiskostnaðar, sem Hagstofan reiknar út. Framleiðsluvirði íbúðarhúsnæðis er leiguígildi alls íbúðarhúsnæðis í landinu, hvort sem eigandi notar það sjálfur eða leigir það út. Leiguígildið má í aðalatriðum áætla eftir tveimur aðferðum. Önnur aðferðin gerir ráð fyrir því, að leiguígildi alls húsnæðis sé áætlað eftir markaðsleigu þess hluta aðferðin byggir á áætlunum um tilkostnað við rekstur íbúðarhúsnæðisins svo sem um viðhald, tryggingar, fasteignagjöld o.fl. Þessi tilkostnaður að viðbættri eðlilegri ávöxtun þess fjármagns, sem bundið er í húsnæðinu, er þá jafn framleiðsluvirðinu. Hér hefur fyrri aðferðinni verið fylgt fyrir árin 1973-1976 eftir að sérstök athugun leiddi í ljós að niðurstöður seinni aðferðarinnar gáfu mjög áþekka niðurstöðu með einni undantekningu þó. Síðustu tvö árin 1977-1978 hefur síðari aðferðin hins vegar verið notuð, enda liggur ekki fyrir sérstök áætlun um markaðsleiguna þau ár. Ástæða er því til þess að ætla, að þessar breyttu aðferðir valdi ekki teljandi skekkju í mati á leiguígildinu. Aðfanga- og vinnsluvirðisþættir vegna íbúðarhúsnæðis eru áætlaðir á grundvelli ýmissa heimilda. Meðal annars er byggt á upplýsingum frá tryggingafélögunum um skyldu- tryggingar og frjálsar tryggingar fasteigna. Ur sveitar- sjóðareikningum Hagstofunnar og reikningum Gjaldheimtunnar fengust upplýsingar um fasteignagjöld o.fl. 4.2.12 Heilbrigðisþjónusta á vegum einkaaðila (hluti af atv.gr■ 93) Hér er aðeins talin með í atvinnugrein 93 sú starfsemi sem talin er til starfemi fyrirtækja, en þar er einkum átt við sjálfstætt starfandi lækna, tannlækna, dýralækna og ýmsa hei1brigðisþjónustu sem rekin er sem fyrirtæki. Heimildir við gerð framleiðslureikninga fyrir þessar greinar eru atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar. Til þessa atvinnugreinanúmers (93) telst raunar einnig ýmis önnur starfsemi sem talin er til geirans "starfsemi hins opinbera" svo og geirans "önnur starfsemi" og verður fjallað um þá starfsemi þar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.