Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 10

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 10
io Nýtt S O S í starfinu, og þeir töldu öllu óhætt. En hvað skeður? í forsendum sjóréttarins stendur skráð um þetta: „Þann 18. desember 1956 var lagt upp frá Ferneuzen. Á Ermarsundi var nokkur vindur og ferðinni var haldið áfram með vélarafli. En er út á Atlands- liaf var komið, voru segl undin upp. Vindurinn var ekki nema þrjú stig, en samt var skipið komið með 11 gráða hliðarhalla og valt ískyggilega. Er svo var komið, ákvað Eggers skipstjóri þann 21. desember, að halda til næstu hafnar, sem var Ealmoutli, án þess að hafa um það samráð við útgerðina. Var komið þangað næsta dag, 22. desember. Dominik skip- stjóri flaug þá til Falmonth til skrafs og ráðagerða við Eggers skipstjóra og breskan sérfræðing, Mr. Nodle. Að því búnu flaug hann aftur til Hamborgar og ræddi við Seefisch verkfræðing hjá Þýska Lloyd um sjóhæfni skipsins. Hélt hann svo aftur til Falmontli án tafar. Niður- staðan varð sú, að all miklu af farminum, þar á meðal 1256 tunnum af Methyl-alko- hol, úr kjölfesturými skipsins, var skipað upp, en í það dælt 760 lestum af sjó. Þá var nokkur hluti farmsins — 1300 tunnur — skilin eftir til vonar og vara. Seinna tók svo Passat þessa vöru. Eftir að þessar varúðarráðstafanir höfðu verið gerðar gekk ferðin til Montevideo að óskum.“ Diebitsch skipstjóra er í fersku minni ein söguleg ferð „Kommodore Johnsen’s“. Skipið lét úr höfn í Buenos Ayres 8. janúar með 4963 tonn af hveiti innan- borðs. Allt var gert til þess að treysta sem bezt öryggi skipsins. Ekki var unnt að hlaða seglskip betur en þá var gert. Samt fór svo, að ekki mátti miklu muna, að þetta yrði þess síðasta för. Skipið hreppti vont veður og fékk á sig 20 gráða hliðarhalla. Það var 3. marz 1937. Hallinn komst að lokum upp í 56 gráð- ur og skipverjar óttuðust mjög, að skip- inu mundi hvolfa. En af hverju stafaði þessi mikli hliðarhalli? Lestarnar voru troðfullar upp að lestarhlerum og engin leki kom að skipinu. Skýringin var einfaldlega sú, að farmur- hafði sígið á leiðinni. Þessvegna hafði myndast tómrúm, og þrátt fyrir milli- gerðirnar liafði hveitið runnið úr stjórn- borðssíðu til bakborðs. Það rann eins og vatn gegnum hnefastór göt efst á milli- skilrúmunum. Og þegar hallinn jókst rann hveitið að sama skapi örara. Það var reynt að færa hveitið úr bak- borðssíðunni, en það varð árangurslaust. En Kommondore Johnsen hvolfdi ekki. Hann stóðst þessa raun, en þar hefur ekki mátt á milli sjá. Við vitum ekki, hvaða hugsanir bærð- ust í brjósti Diebitsch skipstjóra, er hann sigidi út í norðurátt gegn um staðvindabeltið beggja megin Mið- jarðarlínunnar. Varð þá að sjálfsögðu að notast við vélaraflið eitt. 6. september var Pamir um 270 sjómílur suður af Kap Verden og þá skipaði Diebitsch svo fyrir, að breyta skyldi stefnunni allmikið til norðvesturs. Ef til vill hefur hann haft meiri áhyggjur af heimferðinni en hann lét uppi, enda var hann skipstjóri af gamla skólanum og kunni því bezt, að ráða sem mest á sitt eindæmi fram úr hverjum vanda. Diebitsch veit ofurvel, hvers vegna skólaskipin eins og „Grossherzogin Elisa- beth“ og Deutschland", svo hin síðustu séu nefnd, forðast Norður Atlandshafið á tímabilinu apríl —október. Sjálfur sigldi hann á þeim, árum saman, sem annar stýrimaður og seinna sem fyrsti stýrimað-

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.