Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Qupperneq 11

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Qupperneq 11
Nýtt S. O. S. íi ur á „Deutschland". Ástæðan er sú, að á þessu tímabili geysa að jafnaði hörðustu stormarnir á þessu svæði. Og verstur er septembermánuður. Þá er hættast við ofsa- stormi. Sá, sem aldrei hefur upplifað slíkan veðraham, getur ekki gert sér í hugarlund , hve skelfilegt illviðrið getur orðið. Stormurinn getur brostið á eins og hleypt sé úr byssu. Þegar hann er í sínum versta ham, er ltann svo ógurlegur, að ekkert það tæki er til , sem getur mælt hann. Hver stormsveipurinn tekur við af öðrum. Þessi ósköp byrja venjulega með firnamiklum regnskúrum. Skyggni verður ekkert. Regnið og úðinn af öldunum sér fyrir jrví. Stormaldan og brimið leggj- ast á eitt og bókstaflega ekkert stenst fyrir. Tala skipanna, sem hurfu í djúpið er jrau lentu inn í jressa ægilegu hringiðu, skiptir hundruðum. Þetta mun Diebitsch vafalaust liafa liaft í huga er haldið var heim á leið á langsamlega hættulegasta tíma árs, septembermánuði. En liann mun liafa treyst Pamir, sem var stálskip og miklum mun sterkbyggðara en Deutsch- land. Og hafði ekki Pamir eitt sinn lent í fellibil? Og Jrá á Kyrrahafi? Með breta og Ástralíumenn um borð? Og voru Þjóð- verjarnir kannske lakari sjómenn? Vélaaflið knýr Pamir norður á leið. Hann siglir yfir Miðjarðarlínuuna og þá inn á staðvindasvæðið, Jretta svæði sem stöðvaði ferð hinna gömlu seglskipa dögum og jafnvel vikum saman. Eftir því sem lengra líður á sigling- una, sést Diebitsch skipstjóri oftar út við skjéilborðið á stjórnpallnum. ITásetarnir við stýrið ])ekkja orðið hverja Itreyfingu hans. Háleitur, með hrukkað enni horfir hann til liimins og Jrá aftur að kompásn- um í tveim, Jrrem skrefum. Án þess að mæla orð af vörum og án þess að nokkuð verði ráðið í hugsanir hans athugar hann stefnuna, stingur báðum höndum í buxna- vasana og gengur svo til káetu sinnar. Og loks einn daginn, nánar til tekið 6. september, byrjar að vinda og vindurinn eykst meira og meira. Himininn er hrann- aður hvítum skýjum yrir fagurbláum haf- fletinum. Þá er tjaldað hverju segli. Hásetarnir hafa skjót og örugg handtök og ungu piltarnir líka. Hljóð diselvélarinnar deyr út, titring- urinn hverfur. Pamir siglir. Hann syndir eins og svanur á bláu hafinu, ímynd tígu- leikans og fegurðarinnar. Siglingin hafði góð áhrif á skap þeirra og taugar. Þeir nutu þess að sigla. Á kvöldin fella þeir öll segl. Og að því búnu taka menn lífinu með ró, spjalla sarnan á þilfarinu, taka sér sæti á lestar- brún eða verkfærakistu, horfa á sólarlagið, eiga góðar stundir. Frívaktin er þá heldur ekkert að flýta sér í bólið. Og loks tekur einhver að kyrja gamla siglingamanna- sönginn, langdreginn, með enskum texta: „Rolling home.... rolling hóme....“ Engann órar fyrir því, ekki heldur skip- stjórann, að nú er örlagastundin að nálg- ast. Ofviðrið var að nálgast, djúp lægð var myndast aust- suðaustur ag Kap Verden. 5. september var fárviðrið brostið á. Þá var Pamir í 500 sjómílna fjarlægð frá lægðar miðjunni. 6. september sendir skipstjórinn skeyti og gefur þá upp stöðu skipsins. Hún var J)á 10, 37 norður og 24, 12 vestur. 9. september er sent loftskeyti til Þýska- lands og aftur 10. Þann dag kom skeyti frá útgerð skipsinS þar sem óskað er, að skipstjóri láti vita, hvaða skipverjar fari af, er það kemur til næstu hafnar, og hve marga þurfi að ráða í Jreirra stað.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.