Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 14
14 Nýtt S O S
ekki með öllu óeðlilegt, þó skipstjórinn
hafi tekið þá ákvörðun fyrri hluta dags
hins 19. september, því gera verður ráð
fyrir, að skipstjórinn hafi reiknað með
austlægri stefnu stormhvelsins. Hitt er
svo annað mál, að aldrei er unnt að vita
með fullri vissu hvaða stefnu stormhvel
kann að taka.
20. september um hádegisbilið, er Pamir
var kominn það langt norður, að hann
hefði átt að geta verið kominn úr allri
hættu samkvæmt veðurspánni daginn
áður, var spáð austlægri stefnu felli-
bylsins, sem þýddi, að hann mundi
stefna beint á Panrir. Stormhvelið hefur
þá breytt um stefnu í aust-norðaustur og
fer nú með mun meiri hraða, og bendir
þetta til þess, að Pamir muni lenda í því
þá um nóttina. Þetta getur vissulega kall-
azt sorgleg rás atvikanna. Þessi breyting,
sem segja má, að hefði mátt sjá fyrir, gat
engu síður átt sér stað einum eða tveim-
ur sólarhringum seinna.
19. september gefst skipstjóranum raun-
verulega síðasta tækifærið til að velja og
hafna. Úr því að ekki var tekin sú á-
kvörðun að beita upp í og bíða átekta,
átti skipstjórinn ekki annarra kosta völ
en halda áfram ferðinni sömu stefnu til
norðurs og eins liratt og auðið var. Sjálf-
sagt var að nota vélaaflið til hins ítrasta
meðan veður var kyrrt til þess að reyna að
komast framhjá stormhvelsmiðjunni, sem
nálgaðist óðum.
Áframhaldandi stefna norður var því,
úr því sem komið var og að öllum veður-
fregnum athuguðum, skiljanleg frá skip-
stjórnarlegu sjónarmiði, og telst ekki hægt
að kveða upp áfellisdóm yfir skipstjóran-
um fyrir að velja þann kost.“
Með þessum útdrætti úr embættisbók-
um vegna Pamir-slyssins höfum við gripið
fram fyrir rás atburðanna. En þetta er
nauðsynlegt til þess að skilja til fulls, hvað
hefur valdið hinlim sorglegu endalokum
þessa glæsilega skólaskips.
21. september. Það er fyrst þennan
morgun, að áhöfnin fær vitneskju um, að
fárviðrið er að nálgast skipið.
Um klukkan 6 stingur vakthafandi
stýrimaður upp á því við Diebitsch skip-
stjóra, að setja upp fleiri segl. Þá eru
vindstig 7 til 8. En Diebitsch hafnar þess-
ari tillögu stýrimannsins. Hann virðist
vera viss um, að skipið gerði næga ferð
til þess að komast út úr hættusvæðinu,
með þeim seglum, er þá voru uppi. Af
hverju varúðarráðstafanir eru ekki gerðar
fyrr en raun varð á, verður víst aldrei
skýrt til fulls. Falsliurðirnar að aftari ká-
etu voru ekki skrúfaðar fastar fyr en
nokkrum klukkustundum eftir að skipið
lenti í ofviðrinu og járnhurðunum að aft-
ara íbúðaþilfari bakborðsmegin er ekki
lokað fyrr en sjórinn flæddi yfir þilfarið.
Auðsætt þykir þó, að þetta hafi farizt
fyrir vegna þess, að skipstjóri hafi litið
svo á, allt til kl. 9 fyrir hádegi, að skipið
væri ekki í neinni hættu statt, að hinu
leytinu mun hann sennilega hafa treyst
um of á það, hve sterkbyggt skipið væri
og sjóhæfni þess. Hinu er heldur ekki að
leyna, að Diebitsch skipstjóra skorti starfs-
reynslu á stórum seglskipum. Ef skipstjór-
inn hefði íhugað hættuna í tíma, þá hefði
hann áreiðanlega gert fyrr ráðstafanir til
að loka hurðum og einnig að bjarga fleiri
seglum.
Klukkan 9 um morguninn, er veður-
hæðin hafði náð hámarki og hallinn á
Pamir jókst jafnt og þétt, snéri Buscher,
annar stýrimaður, sér til skipstjórans.
Hann spurði Diebitsch hvort ekki mundi
rétt, að tilkynna öðrum skipum, er kynnu