Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 15
að vera í nánd, um hættuna. Diebitsch sló undan. Ennþá lítur hann ekki svo á, að aðvarleg hætta sé á ferðum. Enn eykst veðurofsinn um allan helming, fellibylur er brostinn á. í verstu stormhviðunum er vindhraðinn 100 hnútar. 70 hnútar eru sem næst 130 km. á klukkustund. Storm- hvelsmiðjan er því um 60 sjómílur und- an klukkan 12 á hádegi, eða í aðeins 111 km. fjarlægð. Og hann ber fljótt til aust- urs. Pamir tók nú að hallast meira og meira á bakborða og það hefur dregið ískyggilega úr ferð skipsins. Eitt seglið af öðrum tætist af ránum og slettist niður. En ekki sér óttamerki á neinum manni. Sú fregn kemst á kreik meðal nokkurra skipverja, sem standa skjólborðsmegin, að loftvögin fari stígandi. Stígandi loftvog vekur vonir um, að fár- viðrið muni lægja innan tíðar. Milli klukkan 12,30 og 13,30 fer hvert seglið af öðru í tætlur. Veðrið er svo fer- legt, að því fá’ engin orð lýst. Þetta er eng- inn venjulegur hvirfilvindur. Þetta er sér- legt fyrirbæri af veðri að \ era. Pamir rétt- ir sig ofurlítið við, en allt of lítið. Klukkan 14,01 sendir Pamir fyrsta neyðarkallið, en klukkan 13,36 hafði ver- ið send tilkynning um, að ástandið væri orðið mjög alvarlegt. Sún tilkynning hljóð- aði svo: „Seglskipið Pamir er á reki segla- vana í ofsalegu áfrviðri. Staða: 35,57° norður, 40,20° vestur. Nærstödd skip eru beðan að koma á staðinn.“ Um klukkan 14,18 sendir Pamir þriðja neyðarkallið (annað kaT var sent kl. 14,04) en vegna truflana mun það ekki hafa heyrzt. Ekki var minnzt á þetta neyðar- skeyti í dagbókum þeirra skipa, er reyndu að veita aðstoð, en það heyrðist liins veg- ar glöggt í Horncap í 600 sjómílna fjar- lægð. Um klukkan 14,42 tekur „President Taylor“ á móti skeyti, sem lionum var sent frá Pamir: „Gjörið svo vel að veita mér hjálp. Við bíðum.“ (Af þessu skeyti má ráða, að Diebitsch hefur að vísu talið ástandið hættulegt, en ekki vonlaust, því annars væru orðin „við bíðum" óskiljan- leg). Pamir er í loftskeytasambandi við fjög- ur skip til klukkan 14,50. Fram að þeim tíma hefur skipstjórinn beðið skipin að vera við öllu búin. 1 Klukkan 14,27 sendir Pamir meira að segja svohljóðandi skeyti til „Crystal Bell“: „Þér getið haldið ferðinni áfram. Þurfum ekki á aðstoð yðar að halda. Þökk fyrir.“ En klukkan 14,52, eða aðeins tíu mín- útum seinna, sendi Pamir svohljóðandi skeyti til „President Taylor“: „Gjörið svo vel að koma til okkar tafarlaust! Skip- stjóri.“ Svo skjótt hefur brugðið til liins verra um borð í Pamir, að skipstjórinn, sem ver- ið hafði helzt til bjartsýnn, var nú orðinn mjög áhyggjufullur. Tveim mínútum seinna sendi Pamir enn annað SOS-kall. „Komið sem skjótast til hjálpar. Yfir- vofandi hætta á, að þýzka seglskipið Pamir sökkvi þá og þegar. Skipstjóri.“ Allur heimurinn fær þegar vitneskju um, hvað er að ske. Öll skip á nálægum slóðum hraða sér móts við Pamir. Amer- íkumenn fara af stað í sjóbjörgunarflugvél um. í Þýzkalandi, ættlandi hinna 86 manna í sjávarháska, er þessi stórfrétt birt í öllum bliiðum landsins og útvarpið seg- ir jafnóðum frá því, sem gerist. Klukkan 14,57, aðeins þrem minútum eftir að síðasta neyðarkall var sent, send- ir Siemers loftskeytamaður nýtt loftskeyti:

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.