Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Side 17

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Side 17
Nýtt S O S 17 frá Bacl Kissingin, fæddur 8. september '939 °8 Karl-Heinz Kraaz frá Hamborg- Harburg, skipsdrengur, fæddur 24. apríl 1940. Daginn eftir fóru þeir um borð í flutningaskipið „Geiger“, er var í þjón- ustu ameríska sjóhersins. „Geiger“ fór með skipbrotsmennina til Casablanca. Frá Casa blanca fóru þeir heim til þýzkalands með flugvél 28. september. 24. september fann „Nordsee“ mann- lausan gúmmíbát á 37,15 gráðu norður og 40,7 gráðum vestur. Sama dag, um kl. 16,41, fann Absecon björgunarbát nr. 2. í þeim bát var einn maður, hásetinn Gúnther Hasselbach frá Kiel, fæddur 25. febrúar 1937. Hann var sá sjötti og síðasti er af komst. Haselbach sat klofvega á borð- stokk bátsins, sem var fullur af sjó, enda voru allmörg göt á bátnum. Haselbach og aðrir, sem af komust eft- ir svo langa hrakninga, áttu lífgjöf sína því að þakka, hve hátt hitastig er í sjón- um á þessum slóðum. Hitastigið var sem næst 28 gráður. Haselbach var svo settur um borð í franska skipið „Antilles“, en þar komst liann undir læknishendur. „An- tilles“ setti Haselbach á land í Puerto Rico, en þaðan flaug hann heim. 25. september fundu flugvélar og leit- arskip mörg samanbundin sundbelti á 35,35 gráðu norður og 40,16 gráðu vestur. Þar fundust og allmargir trjábútar um 5 cm. á hvern veg. Svo virtist sem menn hefðu verið í sundbeltunum. í tveim þeirra fundust líkamsleifar. Menn sáu há- karlavöður á þessum slóðum. Að kvöldi dags þann 25. september barst sú frétt út, að Bandaríkjamenn þeir, sem höfðu á hendi yfirstjórn leitarinnar, hefðu ákveðið að hætta henni, því álit þeirra var, að frekari leit væri vonlaus. Samgöngu málaráðuneytið þýzka bað þá viðkomandi yfirvöld amerísk, er aðsetur höfðu í Wies- baden, að halda leitinni áfram enn um sinn undir stjórn Absecon-manna. Þýzkum skipum var og send samskonar beiðni. Leitinni var þá haldið áfram til 28. sept- ember, en að kvöldi þess dags var henni lokið. Þrátt fyrir góð leitarskilyrði fannst ckkert nema eitthvað af braki. Enda þótt framkvæmd hafi verið ein umfangsmesta björgunartilraun, sem um getur í siglingasögunni (78 skip frá 15 þjóðum tóku þátt í leitinni), varð árang- urinn minni en vonir stóðu til. En sex mannslíf voru þó hrifin úr dauðans greip- um. Fyrir sjóréttinum voru í rauninni engir „málsaðilar" í venjulegri merkingu. Þar var enginn siglingafróður maður, er gæti skýrt réttinum frá þeim ráðstöfunum, er skipstjórinn hafði gert, er hættan var auð- sæ orðin. Frásögn þeirra, sem af komust hefur þó að ýmsu leyti varpað ljósi á það myrkur, sem umlykur endaiok Pamirs. \7ið tökum þá fyrst tvær frásagnir, þeirra Dummers yfirmatsveins og hásetans Has- elback. Dunnner skýrði frá því, að um kvöldið þann 20. september hefði seglum verið fækkað nokkuð. Næsta morgun, klukkan átta til níu, leit búrmaðurinn inn í elda- klefann, en hann var góðkunningi loft- skeytamannsins, og hann hafði látið orð falla eitthvað á þessa leið: „Loftskeyta- maðurinn segir, að við eigum að ganga sem tryggilegast frá öllu, því nú væri spáð ofviðri, og við mundum sennilega lenda í stormhvelinu." Þetta hafði verið um það bil hálfri klukkustund áður en veðrið „byrjaði". Klukkustund síðar var ofviðrið brostið á. „Nú gerðist margt í senn. Fyrirskipanir

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.