Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 21

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 21
Nýtt S O S 21 vera uppi á ránum. Skipið lá nú í sjó upp að lestarkörmum á hléborða. Sjórinn streymdi niður í gangana. Björgunarbát nr. 6 skolaði fyrir borð. Við reyndum að ná niður seglunum, skera þau af, því ekki var annars kostur, og var þetta hið versta verk og stórhættulegt. Á þilfari var mjög illt að hreyfa sig, því sjórinn gekk yfir það og hallinn torveldaði alla umferð. Áhöfn og yfirmenn sýndu í öllu fullkomið æðru- og óttaleysi. Stýrið var lagt hart á kulborða, en samt reyndist ógerlegt að beita skipinu uppí. Hérumbil tíu mínútum áður en skipinu hvolfdi skipaði skipstjórinn, að allir skyldu setja á sig björgunarbelti. Ekki var viðlit að 'koma trébátunum út, því halli skipsins var svo mikill. Það var feikna-stormur. Öldurnar voru að sjá eins og græn-hvít fjöll. Það hlýtur að hafa verið um klukkan 13, þegar skipinu hvolfdi yfir á bakborðs- bóg. Það hallaðist tvisvar, þrisvar mjög mikið. Neðri ráaendar fóru á kaf í sjó, á að gizka þrjú fet. Skipið lá hérumbil hálfa mínútu á bakborðshlið. Þá var ógerlegt að fóta sig á þilfarinu og margir steypt- ust niður þilfarið út í hléborðssíðuna. Sennilega hafa flestir þeirra lent undir skipinu þegar því hvolfdi. Meðan þetta gerðist ríghélt ég mér í járnstöng, sem var á kulborða á brúar- vængnum. Eg fór úr gúmmístígvélunum. Þegar skipinu hvolfdi alveg, var ég þrjá metra frá skipssíðunni. Einhver ungur piltur dró mig að trébát, sem var á reki. Það komu alltaf fleiri og fleiri í bátinn, hann varð brátt ofhlaðinn og hvolfdi. Okkur tókst að rétta bátinn við, og þá sáum við, að einn piltanna hafði fezt undir þóftunum og drukknað. Kjölurinn á Pamir snéri nú beint upp, svo lagðist hann á annan bóginn og sökk hægt. Eg hygg, að tíminn frá Jdví skipinu hvolfdi, þangað til það hvarf í djúpið, hafi verið sem næst tuttugu mínútur. Á okkar bát, sem nú rak á hvolfi, voru um tuttugu manns. Þegar við höfðum verið á reki í tvo klukkutíma tókst okkur að rétta bátinn við og settumst í hann. Þá var enn Þungur sjór. Bátnum hvolfdi aftur og aftur, en allir komust í hann aft- ur. Svo lærðist okkur að ná betra jafn- vægi í bátnum í ölduganginum. Það mun hafa verið um kl. 22, er við sáum ljósin á fyrsta gufuskipinu. Við vor- um allir hinir vonbeztu og héldum, að við mundum finnast í síðasta lagi næsta morg- un. Nú komumst við að því, að hvorugur vatnsdunkurinn var í bátnum. En matur- inn var á sínum stað. Þessa fyrstu nótt dóu þrír félagar okk- ar. Ekki var vafi á, að þeir höfðu drukk- ið of mikið af sjó. Við rannsökuðum kassann, sem neyðar- merkin eru geymd í. Okkur brá illa í brún, því við komumst að raun um, að reykduflið var það eina, sem nothæft var. Hitt var allt gegnblautt, en flugelda er ekki hægt að þurrka. Á sunnudagsmorgun reyndum við að þétta fjögur stór göt, sem voru á bátnum með seglinu. En flestir okkar voru orðnir svo máttfarnir, að ekki reyndist unnt að þétta bátinn. Nú sáum við flugvél í fyrsta sinn. En hún var svo langt í burtu, að flugmennirnir sáu okkur ekki. Hérumbil klukkustundu seinna sáum við olíuskip í fimm sjómílna fjarlægð. Við reyndum að kveikja á reykdflinu, en það tókst ekki. Við veifuðum krókstjaka með rauðu segl- dúksstykki á endanum. Þetta var okkar

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.