Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 23
Nýtt S O S 23 Þá hafði verið mikið sjávarrót. Lest- hlerarnir voru þá komnir undir sjó, en umbúnaður ekki haggast. Þá hafði Haselbach síðasta hálftímann, verið framá ásamt nokkrum skipsfélögum, til þess að festa neðra brandaukaseglið, sem hafði losnað. En þeir fengu ekkert aðgert. Hann kvaðst hafa sannfrétt eftir fél- ögum sínum, að um klukkan níu hafi Buscher, annar stýrimaður, spurt skip- stjórann, hvort ekki væri rétt, að láta önnur skip vita um hvernig komið væri, en skipstjórinn hefði ekki talið þess þörf. Á síðustu mínútunum fyrir slysið hafði björgunarbátur sá, er hann seinna lenti í, verið gerður sjóklár. Báturinn hafði þá orðið fyrir harðhnjaski og fjögur göt komið á hann. Neyðarsenditækið (gulur kassi) hafði hann séð síðast standa á smíðabekknunr. Þá var skipt nokkrum vindlingabirgð- um og menn reyktu. Koníaksflaska var látin ganga milli manna. Haselbach heldur, að margir hafi farizt þegar siglutrén dýfðu sér í og skipinu hvolfdi. Björgunarbát nr. 2 hafði bráðlega hvolft. En honum og félögum hans hafði heppnast að koma honum á réttan kjöl. Tuttugu og einn maður hafði uppruna- lega verið í þessum bát, þeirra á meðal Buscher, annar stýrimaður, og fyrsti vél- stjóri. Báturinn var mjög nærri Pamir, þá er skipið sökk, og gekk ekki sem bezt að koma bátnum frá hinu sökkvandi skipi. En þeir höfðu árar í bátnum og tókst að róa bátnum frá Pamir. Báðir vatnsdunkarnir töpuðust er bátn- um hvolfdi. Tréskrúfurnar, sem dúnk- arnir voru festir með , höfðu losnað smám saman. Rekakkeri var komið fyrir, en það kom ekki að tilætluðum notum. Hins- vegar tókst nokkurn veginn að beina bátnuni upp í með árunum fyrst í stað. Buscher stýrimaður setti Haselbach og Júrgen Schmitz sem stjórnendur björg- unarbátsins. Þegar fyrsta skipsljósið sást um nóttina, tóku þeir kassann með neyð- armerkjunum og var reynt að skjóta svif- blystun á loft, en það reyndist ógerlegt vegna þess, að allt var gegnblautt orðið. Næsta dag átti að kveikja á reykdufli, er sást til ferða skipt í allmikilli fjarlægð, en allt kom fyrir ekki, þau voru líka ó- virk. Haselbach taldi ekki ólíklegt, að þriðji báturinn hefði verið mannaður og komizt eitthvað frá hinu sökkvandi skipi.. o O o Og hver mundi nú hafa verið megin- orsök þessa slyss? Einn sjódómsmanna, Wesemann, fyr- verandi skipstjóri, segir svo fyrir réttinunt: 1) Höfuðorsökin er stormhvelið, sem skipið lenti í og, sem hefur skyndilega breytt stefnu þvert á móti fenginni áratuga reynzlu í svipuðum tilfellum. Þar við bætist: 2) að sú leið, sem valin var, reyndist ekki heppileg, 3) að kornfarmurinn í skipinu hefur runnið til og orsakað hinn mikla og hættulega hliðarhalla, og 4) að mikill sjór hefur komizt niður í skipið. Engin þessarra áðurnefndu orsaka mundi að mínu áliti, ein út af fyrir sig hafa ráðið niðurlögum skipsins. Það eru þessar samverkandi orsakir allar, sem hafa valdið því, að Pamir fórst. Engir gagnaðilar í máli þessu eru lengur í tölu lifenda. Samkvæmt lögum verður því enginn sakfelldur í máli þessu. Fyrir sjódóminum kom að sjálfsögðu

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.