Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Side 27

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Side 27
Nýtt S O S 27 Wilhelmshaven hinn 22. ágúst og læðst í norðurátt fram með ströndum Noregs. Svo hafði hann tekið stóran sveig norð- an við Færeyjar, áður lieldur en hann hélt í suðurátt og svo aftur í vestur, þar til hann kom á svæði það, sem honum var ætlað til starfa. Það lá frá 54 til 570 norð- xetlað að starfa á. Það lá frá 54 til 57° norð lengdar. Hann tók þennan langa krók til þess að síður yrði vart við ferðir hans. Og enginn hafði orðið lians var. Það var þoka yfir hafinu en sjór ró- legur, í hvert sinn, sem hann kom upp á yfirborðið. í íjóra daga beið yfirlautinant Lemp, stirður í öllum limum af of lítilli lireyf- ingu í þröngum klefanum — og einmana, eins og allir kafbátsforingjar. Hann beið . í óvissu, því alltaf gat komið til hans skipun um að snúa aftur til Wilhelmshav- en. Að vísu hafði hann áður en U-30 sigldi úr höfn, heyrt tilkynningu um för Ribbentrops utanríkisráðherra til Moskva, en hann gat ekkert vitað um fundinn, sem haldinn var í Obersalsberg, þar sem Adolf Hitler, degi síðar, tilkynnti hers- höfðingjum sínum og flotaforingjum um fyrirhugaða herferð til Póllands. Á fjórða degi var þó öllum efa rutt úr vegi. Loftskeytamaðurinn rétti honum til- kynningu, sem hann færði inn í skipsdag- bókina: „Slitnað upp úr samningaviðræð- um. Ófriðlegt við Pólverja!“ Ennþá beið Lemp og foringjar á 17 öðrum kafbátum í Atlantshafinu, í þrjá daga óþolinmóðir. Þeir vissu, að ekki var lengur um það að ræða að snúa við til Wilhelmshaven. Á þriðja degi kl. 14,00 fékk Lemp til- kynningu, sem staðfesti stríðsyfirlýsingu Bretlands, og klukkutíma síðar kom skeyti svohljóðandi: „Bíðið ekki, þar til á yður verður ráðizt! Hefjið pegar í stað styrjöld gegn verzlunarflotanum, i samrœmi við gefnar starfsfyrirskipanir.“ Hann gaf þegar í stað skipun. Stefni U-30 snérist 180 gráður, og á 10 sjómílna hraðá sigldi hann af stað eftir starfssvæð- inu. Svo yfirgaf Lemp athugunarstöðina og gekk til klefa síns, og braut upp hin- ar innsigluðu fyrirskipanir. Er hann hafði lesið þær, vissi hann, hvað hann átti að gera .... og hvað hann ekki mátti gera. Honum var ljóst, að eftir Haag-sáttmál- anum var honum leyfilegt að sökkva her- flutningaskipum eða skipum, sem fluttu hernaðarvörur. Hann mátti einnig ráðast á öll verzlunarskip, sem voru undir vernd óvinaskipa eða flugvéla. Og loks hafði hann rétt til að stöðva og rannsaka kaup- skip, sem hann hafði grunað um að flytja vopn eða skotfæri til óvinanna. Þar átti ekki að vera neitt um að villast fyrir yf- irlautinant Lemp. Hann var þá 26 ára gamall. Kafbáturinn, sem Lemp stjórnaði, U-30, var 650 smálestir og vopnaður 5 tundur- skeytahlaupum. Á þilfari hafði hann eina 4,1” fallbyssu og eina loftvarnabyssu. Á- höfnin var 40 menn. Þegar U-30 hóf athugun sína á starfs- svæðinu, var hann ofansjávar og kafbáts- foringinn í brúnni. Litlu eftir kl. 10,00, er húmið var að leggjast yfir hafið, og öldurnar földuðu hvítu undan vaxandi vindinum, kallaði Lemp æstur á stórskotaliðsforingja sinn, Peter Hinsch lautinant. Sólin var hnigin fyrir nokkrum mínút- um, en kvöldhúmið mundi vara einar 50 mínútur enn. Einmana stjarna sást á him- inhvolfinu, en það var ekki á hana, sem

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.