Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 28

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 28
28 Nýtt S O S kafbátsforinginn benti. Þarna, fullar 10 gráður á stjórnborða, sást móta fyrir skipi, sem nálgaðist. Það var stórt skip. Við þessar aðstæður og í þessari fjar- lægð, gat kafbátsforinginn ekki með vissu séð hverskonar skip þetta var, og hann gat heldur ekki lesið nafn þess. Skipið, sem óðum nálgaðist, var far- þegaskipið ATHENIA. Síðasta farþega- skipið, sem lagði upp frá Evrópu, áður en stríðið brauzt út. Um borð voru 1417 manns, og meira en Þrír fjórði hluti voru konur og böm. * * * Á hádegi hinn 1. septe"mber 1939 lagði Atlantshafsfarið T. S. S. ATHENIA of stað frá Glasgotv. Það var úrliellisrigning og það hafði ríkt þvingandi og óhugnan- leg stemning yfir brottförinni. Klukkan 4,45 þennan sama morgun liöfðu herir Hitlers brotizt inn í Pólland. Nú var sólin aftur að brjótast fram úr skýjunum. Copland, fyrsti stýrimaður, liafði feng- ið fyrirskipun um að útvega rúm fyrir 200 farþega að auki frá Belfast, svo að hið 13.500 tonna skip var fullskipað, þegar það lagði af stað út á Atlantshafið. Af 1102 farþegum voru 469 Kanadamenn, 311 Bandaríkjamenn, 150 flóttamenn frá Evrópulöndum og afgangurinn Englend- ingar og írar. Skipið var vel útbúið til að mæta hvers- konar hættum. Það hafði samtals 26 björg- unarbáta, sem rúmuðu í allt 1828 manns. Þar við bættust 21 björgunarfleki, og rúm- uðu þeir 462 menn, og að lokum hafði skipið 1600 björgunarbelti. Skipið var lestað 888 tonnum. Stuttu eftir að farþegar fóru um borð um morg- uninn, voru nokkrar innsiglaðar stálkist- ur fluttar um borð og vandlega settar bak við lás og slá. Þessar leindardómsfullu kistur vöktu strax eftirtekt, og ekki leið á löngu þar til það kvisaðist, að skipið flytti með sér 5 milljónir sterlingspunda í gullstykkjum. Brottför ATHENIA skeði í miklum flýti. James Cook skipstjóri, sem þrettán sinnum hafði stjórnað för skipsins yfir Atlanthafið giftusamlega, vissi, að beztu möguleikar hans til að koma skipinu ör- ugglega yfir hafið, lágu í því að koma því nógu fljótt út l'yrir áhrifasvæði kafbátanna. Þegar hann væri kominn 200 sjómílur vestur fyrir írland, ætti hann að vera kominn út fyrir hættusvæðið, ef annars um nokkra hættu var að ræða. Að frátekn- um atburðunum í Póllandi, \rar enn frið- ur í Evrópu. Meðal farþeganna var hin 35 ára gamla Barbara Bailey. Hún var dóttir lögfræð- ings í London, og var nú á leið til Kanada til þess að passa börn bróður síns og reyna að gleyma ástarsorgum sínum. Hún var slæm á taugum, og hún var svo einmana og niðurbrotin, að henni lá við gráti, hvað lítið sem á bjátaði. Við fyrstu máltíðina sagði hún við loft- skeytamanninn, að sér fyndist það ófor- svaranlegt að láta svona marga farþega sigla með. „Takið það rólega," sagði hann og hló við. ,,Það skal líka verða björgunarbelti til handa yður!“ Copland, fyrsti stýrimaður, sem var nær- staddur, heyrði hið léttúðuga svar og hrukkaði ennið. Hann var grannur og fátalaður Skoti, og jafn hlédrægur og hann hann var skyldurækinn. Þetta var 21. ferð hans með Athania, og hann myndi hafa rekið upp roknahlátur, ef einhver hefði sagt

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.