Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Qupperneq 29
Nýtt S O S 29
honum, að eftir nokrkar klukkustundir,
yrði hann hylltur sem hetja.
* *
*
Sunnudagsmorguninn 3. september var
kaldur og drungalegur þegar hann brauzt
fram á vestanverðu Atlantshafi. Athenia
var komin góðan spöl út á opið hafið
og valt allmikið á öldunum. Inishtrahull
— síðasta landkenningin, varla meira en
klettdrangur úti fyrir norðvesturhorni
írlands — var horfinn sjónum.
Cook skipstjóri kom snemma í brúna,
en borðaði morgunverðinn í káetu sinni.
Hann reyndi að láta líta svo út sem hann
væri öruggur og áhyggjulaus, en í raun-
inni voru taugar hans háspenntar. Hon-
um var fyllilega ljóst, að skipið var nú
statt á hættusvæði. Ef styrjöld yrði lýst
yfir klukkan 11 myndi skipið sigla í 5
klukkustundir áður en það kæmi út af
hættusvæðinu.
Nokkrum mínútum yfir ellefu heyrðist
stríðsyfirlýsingin í loftskeytaklefanum. Um
leið hringdi bjalla í brúnni, og andartaki
síðar kom sendill með brúnt, innsiglað
umslag til skipstjórans. Cook skipstjóri
gekk til klefa síns og opnaði umslagið.
Síðan kallaði liann til sín Copland, fyrsta
stýTÍmann og Watherspoon yfirþjón.
„Gjörði svo vel og fáið yður sæti, herr-
ar mínir!“ sagði hann hörkulegur á svip
og benti á tvo stóla. Svo yppti hann öxl-
um. — „Já — Jrað hefur sem sagt verið
lýst yfir styrjöld! Hafið þegar í stað alla
báta tilbúna .og athugið að brunavarnir
ar! Það er auðvitað mest áríðandi að forð-
séu í lagi! Látið athuga vatnsþéttu dyrn-
ast að farþegarnir verði óttaslegnir.
Við verðum hvað sem það kostar að
forðast uppþot. Reynið að forðast að ræða
stíðið við þá. Og ef það er óhjákvæmilegt,
þá reynið að hughreysta þá.
Þögulir þyrptust farþegarnir að tilkynn-
ingatöflunni, lásu tilkynninguna um stríðs-
yfirlýsinguna og dreifðust svo í smáhópa,
sem ræddu ákafir innbyrðis, en aðrir
gengu þögulir og áhyggjufullir burtu.
Eftir fyrsta áfallið og morgunverðinn
fóru menn dálítið að jafna sig um borð
í Athenia. Þótt farþegarnir væru óttaslegn-
ir og bæru innra með sér ótta og illar
grunsemdir, var Jreim það ljóst, að ekkert
var hægt að aðhafast, og því þá ekki að
reyna að fá það bezta út úr hlutunum.
Veðrið var nú orðið gott síðari hluta dags-
ins, Jrað var aðeins dálítið kalt á skipinu,
J)ar sem vindurinn náði til að blása. Öldu-
gangur var nú ekki mikill , og fyrir aug-
um farþeganna, sem sátu á þilfarinu, leit
hafið friðsamlegt og rólegt út. Það var
erfitt að ímynda sér, að þar gæti leynzt
nokkur hætta.
Þegar sólin um kvöldið var komin að
hafsbrún við sjóndeildarhringinn urðu
skuggar mastranna langir og eins og sér-
kennilega afmyndaðir. Næstum fullkom-
inn dagur nálgaðist endalok sín.
Kven-farþegarnir, er enn vor klæddir
léttum bómullarkjólum, og voru orðnir
rauðleitir í andliti og á handleggjum af
sólinni og salta loftinu, risu upp af þilfars-
stólunum til að ganga til klefa sinna og
hafa fataskipti fyrir kvöldverðinn.
Copland, fyrsti stýrimaður gekk um
skipið ásamt bátsmanninum til að líta eft-
ir myrkvuninni um borð. Frá borðsalum
með huldum gluggarrúðunum heyrðist
hressandi notalegt glamur glasa og diska.
Allt í einu heyrðist skerandi óp ofan
frá varðtunnunni, þar sem M. MacKinn-
on háseti var á verði. Barbara Bailey, sem