Sagnir - 01.04.1980, Síða 7

Sagnir - 01.04.1980, Síða 7
Innvirki sögunnar Vidtal vid1 Björn Th. Björnsson Menningarsaga- Atburcíasaga Nú hefur þú verið með hug- myndir um skiptingu sögukennslu í tvær brautir. Getur þú lýst þeim nánar? Já, ég sló fram, hvort ekki væri orðið tímabært að skipta sögukennslu eftir visst fornám í almenna sögu annars vegar, þ. e. atburða-, stjórnmála- og hagsögu, og í menningarsögu hins vegar. Mér sýnist sem menn- ingarsagan hafi verið ákaflega fyrir borð borin, og hvað okkur snerti, liggi þar ef til vill stærstu og ókönnuðustu rann- sóknarsviðin. Og jafnvel þótt menn fari út í kennslu að loknu námi en ekki sjálfstæðar rannsóknir, þá er kennsla í sögu án þess mikla innvirkis sem hugmynda-, hátta- og atferlissagan er, nærri því^ sem tóm skurn. Sagan þarf að ná inn í lifandi kviku hvers tíma •til þess að vera sönn og áhuga- verð. Hvers konar þætti ertu þar helst að hugsa um? Til dæmis listasögu, erlenda sem íslenska, í víðustu merkingu; þ.á.m. sögu húsagerðar, búninga- sögu, húsgagnasögu, listiðnaðar- sögu, þjóðhátta- og fornleifa- fræði og fleira sem opnar okkur skilning á hugmyndum og háttum fólks fyrri alda. Á þessum sviðum eru heimildir um aðrar Evrópuþjóðir yfirleitt orðnar nokkuð góðar, enda sleitu- laust unnið, en í okkar eigin sögu standa eyðurnar og uppreist spurningarmerkin svo að segja við hvert fótmál. Menn ráðast ekki í að svara þeim eða fylla í eyðurnar nema að vita af þeim og því getur slík menningarsaga leitt til margvíslegra rann- sókna sem allt of lengi hafa dregist úr hömlu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.