Sagnir - 01.04.1980, Síða 7
Innvirki
sögunnar
Vidtal vid1
Björn Th. Björnsson
Menningarsaga- Atburcíasaga
Nú hefur þú verið með hug-
myndir um skiptingu sögukennslu
í tvær brautir. Getur þú lýst
þeim nánar?
Já, ég sló fram, hvort ekki
væri orðið tímabært að skipta
sögukennslu eftir visst fornám
í almenna sögu annars vegar, þ.
e. atburða-, stjórnmála- og
hagsögu, og í menningarsögu
hins vegar. Mér sýnist sem menn-
ingarsagan hafi verið ákaflega
fyrir borð borin, og hvað okkur
snerti, liggi þar ef til vill
stærstu og ókönnuðustu rann-
sóknarsviðin.
Og jafnvel þótt menn fari út
í kennslu að loknu námi en ekki
sjálfstæðar rannsóknir, þá er
kennsla í sögu án þess mikla
innvirkis sem hugmynda-, hátta-
og atferlissagan er, nærri því^
sem tóm skurn. Sagan þarf að ná
inn í lifandi kviku hvers tíma
•til þess að vera sönn og áhuga-
verð.
Hvers konar þætti ertu þar
helst að hugsa um?
Til dæmis listasögu, erlenda
sem íslenska, í víðustu merkingu;
þ.á.m. sögu húsagerðar, búninga-
sögu, húsgagnasögu, listiðnaðar-
sögu, þjóðhátta- og fornleifa-
fræði og fleira sem opnar okkur
skilning á hugmyndum og háttum
fólks fyrri alda.
Á þessum sviðum eru heimildir
um aðrar Evrópuþjóðir yfirleitt
orðnar nokkuð góðar, enda sleitu-
laust unnið, en í okkar eigin
sögu standa eyðurnar og uppreist
spurningarmerkin svo að segja
við hvert fótmál. Menn ráðast
ekki í að svara þeim eða fylla
í eyðurnar nema að vita af þeim
og því getur slík menningarsaga
leitt til margvíslegra rann-
sókna sem allt of lengi hafa
dregist úr hömlu.