Sagnir - 01.04.1980, Page 36

Sagnir - 01.04.1980, Page 36
Ingólfur: Mér finnst oftast einfaldast að svara því með að spyrja hvort fólk geti metið alía hluti í peningum. Þetta er spurning um það hvort að menn vilja yfirleitt hafa ein- hver áhrif á gang þjóðfélags- mála en til að gera það verða menn að rannsaka hvernig þjóð- félagið hefur þróast og hvað hafi hreyft því áfram Oft heyrir maður sagt að sagnfræði sé heldur tilgangs- lítil en ég held að það stafi mikið að því hve kennslubækur núna eru leiðinlegar og úrelt- ar og allt kennsluefni raunar illa útbúið. Mættu sagnfræð- ingar sinna því efni betur. Helgi: Ég tel að sagnfræði geti oft verið mjög hagnýt. Rannsaka þarf ákveðin viðfangs- efni þegar upp koma vandamál, deilur, sem skera þarf úr. Ég nefni Jan Mayen-málið. Sagn- fræðingar verða að hafa opin augun fyrir því að nota slík tækifæri; þeir eiga að sjá það best sjálfir hvenær sagnfræði getur orðið hagnýt. Þeir verða að eiga þarna visst frumkvæði. Sagan i skólunum Sagnir: Ingólfur sagði áðan að allt kennsluefni í sagnfræði væri illa úr garði gert. í fram- haldi af því; hver er staða sögunnar í skólakerfi landsins? Ingólfur: Samkvæmt aðalnáms- skrá grunnskóla, samfélagshluta, þá er meginmarkmið sögunáms ekki lengur að rekja atburða- rths í réttri tímaröð. I stað- inn eru notuð svokölluð lykil- hugtök, sem kynnt eru þegar á fyrstu námsárunum og síðan víkkuð út. Nemendum er líka ætlað að kynnast lítillega heimildum og sagnfræðilegum vinnubrögðum. Það er voða erfitt að velja hvaða efni á að taka fyrir því sögukennslan hefur ekki aukist með nýskipan, heldur minnkað. Það skiptir þó ekki öllu máli. Ég hef haft talsverðar áhyggj- ur af því að sögulega vídd vantaði í þessu skipulagi og hef það enn. Ég tel þó mestu máli skipta að sögukennarar láti sig miklu varða þennan kennslufræðilega sjónarhól, sem líta verður á þetta frá til við bótar hinum sagnfræðilega. Þessu vil ég beina mjög alvar- lega til sagnfræðinga og annarra sem hafa á saenfræði áhuca. Sigurður: A menntaskólastig- inu, þar sem ég þekki nú best til, má segja að sagan hafi verið í vissri varnarstöðu í seinni tíð. Þessu veldur þrýst- ingur frá hinum nýju félags- vísindum; félagsfræði, stjórn- málafræði, sálfræði og fleiri greinum. Margir málsvarar þess- ara greina hafa tekið þann pól í hæðina að aðeins sé hægt að veita þessum greinum aukið svigrúm að sagan verði skorin niður. Ég tel alrangt að stilla dæminu upp á þennan hátt og bendi á að í reglugerð fyrir menntaskóla segir að stefnt skuli að því að hlutur félags- greina í víðasta skilningi verði aukinn í náminu. Sögukennarar í framhalds- skólum hafa auðvitað verið sér meðvitandi um þessar aðstæður og andsvar þeirra hefur verið að hefjast handa við vissa endurskoðun og endurnýjun á námsefni og kennsluháttum. Menn gera sér grein fyrir því að eigi sagan að halda velli þá verður hún að aðlaga sig breyttum tímum og breyttum kröfum. Þetta hefur m.a. verið gert með því að auka áherslu á seinni tíma sögu, með auknu vægi ritgerðarvinnu í náminu og dregið hefur verið úr á- herslu á hefðbundna króntílóg- íska yfirferð. En til þess að umbótavið- leitni af þessu tagi geti bor- ið verulegan árangur þarf auð- vitað ástand í kennslubókar- málum að batna stórlega auk þess sem brýnt er að bæta að- stöðu og möguleika hvað varð-

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.