Sagnir - 01.04.1980, Page 37
ar önnur kennslugögn ýmiss
konar, þannig að námið geti í
senn orðið fjölbreytilegra og
betra. 1 þessum efnum hafa
kennarar þó e.t.v. ekki verið
nægilega vakandi á verðinum.
Helgi: Ég get tekið undir
þetta með kennslubækurnar. En
einhvern vantar til að skipu-
leggja vinnuna.Menn bíða eftir
því að bækur verði til en ekk-
ert gerist. Þarna stendur á
yfirstjórn menntamála, Mennta-
málaráðuneytinu. Það mætti
hugsa sér að efna til sam-
keppni um gerð kennslubóka, þar
sem góðum verðlaunum væri heit-
ið, svipað og gert er meðal
arkitekta um ákveðnar byggingar.
Ingólfur: Það er ekki nóg
að skrifa kennslubókina. Það
þurfa líka að vera til alls
konar kennsluleiðbeiningar og
menn verða að hafa kunnáttu
til að geta breytt út af bók-
inni. Ég vil og undirstrika
að það skiptir ekki höfuðmáli
hversu mikið er farið í af efni
og nákvæmlega hvaða efni er far-
ið í heldur hvernig það er gert.
Hvert stefnir?
Sagnir: Er framtíðin björt
fyrir verðandi sagnfræðinga?
Sigurður: Þetta stefnir allt
í rétta átt. Ég hygg að það sé
samdóma álit að framfarir hafi
orðið varðandi nám og kennslu
í Háskóla Islands frá því sem
var. Einnig eru það sífellt
fleiri sem afla sér fyllstu
menntunar í greininni. Nýjar
aherslur í rannsóknum, bæði
hvað varðar tímabil og við-
fangsefni, eru og til marks
um að okkur miðar fram á við.
Stúdentum hefur fjölgað. Sam-
band fræðigreinarinnar við al-
menning er ennþá virkt. Starfs-
möguleikar hafa aukist dálítið
á vissum sviðum, t.d. við fjöl-
miðlun og ýmiss konar ritstörf
°g rannsóknir. En varðandi
kennslustörf, t.d. á framhalds-
skólastigi, er útlitið nokkuð
dökkt fyrir þá sem nú eru að
ljúka námi.
Ingólfur: Núverandi og til-
vonandi sagnfræðikennarar verða
að pæla í því að gera sagnfræð-
ina skemmtilegra viðfangsefni
en hún þykir víðast hvar. Geri
þeir það mun almennur áhugi
á sagnfræði aukast svo að sagn-
fræðingar þurfa ekki að óttast
atvinnuleysi.
Helgi: Islenskir sagnfræð-
ingar eiga ekkert yfirlit yfir
íslenskar sagnfræðirannsóknir
og er því erfitt að miða við
liðna tíð í þeim efnum og þá
einnig hvað sé líklegt um þró-
un í íslenskum sagnfræðirann-
sóknum. Ég held ég kjósi að
segja ekkert um það.
Um það hvort framtíðin sé
björt fyrir verðandi sagnfræð-
inga held ég að byggist ein-
faldlega á sagnfræðingum sjálf-
um og dugnaði þeirra við að
koma auga á þörfina fyrir þá
og verða sér úti um atvinnu.