Sagnir - 01.04.1980, Page 39

Sagnir - 01.04.1980, Page 39
 undan flokkskerfinu . Nefna má stofnun sjónvarps og Dagblaðsins siðar. Ég var hins vegar ekki annað en lítið hjól í stórri vél, en hvert hjól skiptir væntanlega einhverju máli. Sagnfrædingur í stjórnmálum Hvernig hefur sagnfræðin nýst þér sem stjórnmálamanni? Nám og prófgráður skipta auðvitað engu höfuðmáli í þessu sambandi. Þetta er starf, sem menn læra ekki sérstaklega til. Það er til fræðigrein, sem heitir stjórnmálafræði og þar læra menn um stjórnmál en ekki að verða stjórnmálamenn. Ég held hins vegar að sagnfræðinám sé ekki verri undirstaða en hver önnur. Oft er talað um hve lögfræðin veiti góða þjálf- un í þetta en það hefur verið mjög orðum aukið að mxnu mati. Mjög oft verða á vegi stjórn- málamannsins mál, sem ekki verða rökstudd nema með miklum sögulegum tilvísunum, bæði í sögu þessa lands og annarra. Ég held reyndar að sérhver maður, sem hefur afskipti af stjórnmálum og gerir það af á- huga og ástríðu, hljóti jafnan að hafa áhuga á sögu, hvort sem hann er langskólagenginn eða ekki. Ef við skoðum sögu ís- lenskra þingmanna finnum við mikið af söguáhugamönnum. Ég get nefnt tvo "stóra" menn, sinn af hvorum kanti, þá Bjarna Benediktsson og Einar Olgeirs- son, sem hafa verið afkasta- miklir söguáhugamenn án þess að hafa til þess próf. Sagníræðin hefur náttúrulega þá sérstöðu sem fræðigrein að þátttakendur eru miklu fleiri en þeir, sem beinlínis hafa prófgráðu í greininni. Við getum tekið af- kastamikinn sagnfræðing af fyrsta flokki eins og Þorstein Thorarensen, og þó að hann sé oft sakaður um ónákvæmni og ó- vísindaleg vinnubrögð, þá er það ekkert aðalatriði; afkasta- miklir menn verða að leyfa sér siíkt. Það eru einmitt menn með svona áhuga á sögu íslands, sem ég held að hafi nýst vel í pólitík þar sem svo mikið af rökum, sem þú þarft að nota 1 hinu daglega argaþrasi, eiga sér rætur í sögunni. Alþingi sem stofnun varð- veitir safaríka sögu. Sjáum Miðlun, Valtýsku, þingrofið 1931, Jónasarárin, Viðreisn- ina. Innan þessara veggja hef- ur margt gerst og mörg örlögin hafa hér verið ráðin.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue: 1. tölublað (01.04.1980)
https://timarit.is/issue/367011

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.04.1980)

Actions: