Sagnir - 01.04.1980, Side 51

Sagnir - 01.04.1980, Side 51
Hvers vegna smáflokkaframbod? Þær aðstæður sem einkum hafa verið fyrir hendi við framboð smáflokkanna eru þær sömu og vísað er til í umfjöll- uninni um stefnumál þeirra,þ. e. lýðveldisstofnunin og stjórn- arskrárdeilan í kjölfar hennar; vera hersins á stríðsárunum og endurkoma hans 1951; og stefnu- ágreiningur eða valdaátök inn- an þingflokkanna er leitt hef- ur til klofnings. Þó mætti enn bæta við óljósu atriði,- eigin- lega viðbrögðum kjósenda við stöðnun.sem sprottin er af al- mennri stjórnmálaþreytu. Þetta kemur m.a. fram í kosningunum 1971, eftir tólf ára samfellt stjórnartímabil Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Hafa smáflokkarnir hvorki fyrr né síðar hlotið stærra hlutfall heildaratkvæðamagns samanlagt yfir allt landið.(Sjá töflu 4). Framboðsflokkurinn var dæmi- gerður fyrir þessar aðstæður og miðaði allan málflutning sinn við þær. Svipað hluífáll fékkst einnig í kosningunum 1953 og réð herstöðvarmálið þar mestu um. Þó ber að geta þess að undanfarandi 2-3 ár fyrir kosningarnar 1953 og 1971 hafði verið kreppa í ís- lensku atvinnulífi og mikið Tafla 4 Hlutfall heildaratkvæða- tölu smáflokka í alþingis- kosningum 1942-1974. Ar Hlutfall 1942 V 1.3 * 1942 h 2.2 - 1946 o.5 - 1949 1953 9.3 1956 4.5 - 1959 V 2.5 - 1959 h 3.4 - 1963 o. 2 - 1967 4.8 - 1971 lo.9 - 1974 5.0 - atvinnuleysi,þótt ástandið væri betra sjálf kosningárin. Vantrú fólks á hæfni þingflokkana til að leysa efnahagsvandann kann því að hafa ráðið nokkru um. Stjórnarþátttaka eða af- staða þingflokkanna til ríkis- stjórna getur einnig valdið nokkru um framboð smáflokkanna. Andrés Kristjánsson skýrði þetta þannig í grein um Möðru- vallahreyfinguna: Það getur líka verið um- deilanlegt hvort Framsóknar- flokkurinn hefur í stefnu og forustuliði færst meira til hægri en góðu hófu gegn- ir, en rétt er þó að benda á eina loftvog, sem gjarn- an segir til um það, á hvora höndina flokkar hall- ast. A árunum milli 193o og 194o, þegar Framsóknarflokk- urinn hafði náið samstarf við skyldasta flokk til vinstri, svo að sumum'for- ingjum hans var stundum brugðið um sósíalisma fyrir bragðið, mynduðust átök í hægri jaðri hans, sem ollu stofnun Bændaflokksins. Nú eru jaðarátök í vinstra armi, gagnrýni á flokkinn hjá félagshyggjufólkinu. Milli 193o og 194o myndað- ist rúm fyrir nýjan flokk milli Framsóknarflokksins og Ihaldsflokksins /svg7 en þá var ekkert rúm til vinstri fyrir nýjan flokk. Nú er þessu öfugt farið. Nú er rúmið ekkert hægra megin,en allir vita hvað gerðist í síðustu kosningum /*þ.e. kosningasigur Samtakanna 1971/. Þannig stendur þessi loftvog núna og segir sína sögu.(2) Þetta kemur heim við þá staðreynd að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu setið (2) Þjóðmál, 14.nóv. 1973

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.