Sagnir - 01.04.1980, Page 54

Sagnir - 01.04.1980, Page 54
vilja skoffa sjálfir þá borgar sig að koma frekar snemma. í flestum háskólabæjum í Bret- landi er mikil eftirspurn eftir húsnæði í byrjun hvers skólaárs og því nauðsynlegt að menn hugi tímanlega að þessum málum. Nu eru menn komnir út með B.Ac-próf hóðan. Hvernig er þnð metið úti? Það hafa ekki verlð nein vandræði með að fá B.A.-próf héðan metið i Skotlandi. í Englandi er það nokkuð misjafnt eftir skólum hvernig íslenska B.A.-prófið er metið. Dæmi eru þess að menn hafi lokið M.A.- prófi á einu ári eftir B.A.- próf héðan, en annars staðar er þetta tveggja ára nám. Svo eru til aðrar gráður eins og M.Phil,. og MoLitt. og er þetta yfirleitt tveggja ára nám til viðþótar við B,A-námið Hvernig byggist námið upp úti í Edinborg? Það er um að ræða tvær brautir sem stefna að mismun- andi gráðum. Annars vegar er B.A.-próf og hins vegar er M.A.-próf, en að baki þvi ligg- ur lengra og sérhæfðara nám en B.A.-námið. En B.A.-námið er að vissu leyti hliðstætt við B.A.-námið hérna þegar stiga- kerfið var við lýði. Fólk vel- ur tilteknar námskeiðasamstæður eftir ákveðnum reglum en það eru mjög fjölbreyttir möguleik- ar varðandi val leiða. Fyrstu tvö árin eru sameiginleg þeim sem eru á B.A.- og M.A.-brautum og þeir sem hafa náð einhverjum lágmarksárangri á fyrstu tveim- ur árunum öðlast rétt til að stunda M.A.-námið en í það kom- aat færri en vilja. í M.A.- náminu er kafað dýpra í hlutiha og aðeins lögð stund á eina grein. Þó er til í dæminu að hægt sé að taka mjög skyldar greinar saman til M.A.-prófs, t.d. nútímasögu og stjórnmála- fræði, en um allt slíkt verður að taka ákvörðun í upphafi M.A.-námsins. Að M.A . -náminu loknu er hægt að sækja um inn- göngu í framhaldsnám. Hvert er vægi milli almennr- ar sögu og skoskrar sögu saman- borið t.d. við mannkynssögu og íslandssögu við H.í,? 1 Edinborg er það þannig að þa er sérstök skor í skoskri sögu, Department of Scottish History, og er hún nátengd sagnfræðiskor- inni, Department of History. Menn geta sérhæft sig í skoskri sögu og þá er tekin sérstök gráða í skor skosku sögunnar. Það er mikill minnihluti þeirra sem leggur stund á sagnfræði sem gerir þetta. í sagnfræði- skorinni er skosk saga felld inn í breska sögu, en þar fyrir uta.i geta nemendur í þeirri skor tekið viss námskeið í skor skosku sögunnar. í sagnfræði- skorinni er það skylda fyrir þá sem hafa hug á M.A.-námi að taka ákveðin þrjú námskeið á tveimur fyrstu árunum, breska sögu eftir siðaskipti, almenna Evrópusögu fram að siðaskiptum og Evrópusögu eftir siðaskipti* Reiknað er með að þrjú námskeið á ári séu fullt hús. Eftir að skyldunámskeiðum og þremur nám- skeiðum öðrum er lokið á tveim- ur fyrstu árunum er hægt að velja þau námskeið sem sérhæfð- ari eru, nokkuð frjálst og það er mikið framboð af sérsviðs- námskeiðum á ýmsum sviðum sög- unnar. Þess má geta að hagsaga er sérstök skor innan félags- vísindadeildar og eru mörg nám- skeið þar opin nemendum í sagn- fræðiskor. Þeim sem eru á B.A- braut eru ekki settar jafn- ákveðnar skorður og M.A.-nem- endum fyrstu árin. Hvernig er námsmati háttað? Það er ekki sama kerfi í öllum háskólum í Bretlandi. Á síðustu árum hafa komið fram ýmsar nýjungar og verulegar

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.