Sagnir - 01.04.1980, Side 59
(mánuðina í kringum valdatöku
nasista) , þótt slíkt yrði vinsaelt
síðar í Þjóðvi1janum. Hins vegar
þarf ekki að fletta lengi til að
sjá, að í Sovét-Rússlandi er allt
harla gott : "Eftir því, sem hópur
lækna, sem nýlega var á ferðalagi
til þess að kynna sér heilbrigðis-
astand í ýmsum löndum, álítur,
eru börnin á Sovét-Rússlandi feit-
ustu og sælegustu börnin í allri
Evrópu."5 "Með vatnskraftinum ...
er sem töfrasprota sé drepið á
Þetta land. Stóriðnaðurinn þýtur
Þar upp."6
En Sovétríkin eru ekki sælunnar-
ríki í öllum skilningi, vegna
þess að þau verða að verja sig
fyrir fjandsamlegum gagnbyltingar-
öflum, sem hið alþjóðlega auðvald
beitir fyrir sig. Þessi öfl standa
m.a. að baki skemmdarverkastarf-
semi breskra verkfræðinga við
byggingu raforkustöðva þar eystra .
Slíkir atburðir eru sönnun þess
að stríðshætta vofir yfir Sovét-
ríkjunum, og því verður verkalýður
allra landa að vera vel á verði
til að hindra þessa fyrirhuguðu
styrjöld. Og vígorð verkalýðsins
er ; "Verndum Sovétríkin".7
Sovétríkin hljóta eðli sínu
samkvæmt að vera friðarríki. í
bjóðviljanum segir haustið 1939:
Þegar þjóðfélag er orðið
sósíalistískt og mennirnir, er
með völdin fara eru fylgjendur
hinna sósíalistísku hugsjóna,
þá er hættan á /“slíkrij ofbeld-
ispólitík úr sögunni ... við
erum fastlega sannfærðir um að
hagsmunir Sovétlýðveldanna og
grundvallarhagsmunir fólksins
í öðrum löndum fara algerlega
saman.8
"Sovétríkin hafa aldrei
»tlað sér að ráðast á neinn."9
OUu skýrar er ekki hægt að kveða
^ð orði. Þó er það svo, að sov-
eskir hermenn voru þá nýbúnir að
marséra yfir hálft Pólland.
Nasisminn
Þýskaland er sáralítið í
fréttum fram til þess, að nas-
istar ná þar völdum 24,janúar
133R. pó kemur það fram í Verk-
iýðsblaðinu um forsetakosningar
i Þýskalandi 1932, að Hitler er
versti kosturinu í þýskri póli—
tík. Og við valdatöku Hitlers
kemur strax fram fullkomin and-
styggð á nasismanum og hinum upp-
hefðarsjúka kjaftaski, Hitler.
Fullljóst þótti, að Nasista-
flokkurinn væri ekki í raun
"þjóðernis-sósíalískur verka-
mannaflokkur".
Gríman er fallin og flokk-
urinn stendur frammi fyrir
öllum, sem verkfæri í höndum
aðalsmanna og iðnaðarkónga.
Hitler er aðeins toppfígúra
í þessari stjórn, hennar
ráðandi maður er Hugenberg,
og hann er fulltrúi, junk-
aranna, stóru jarðeigendanna
og stóriðnaðarins. 10
1 afstöðunni til nasismans
kemur vel fram, að sósíalistar
vænta byltingar, og ástandið í
Þýskalandijþykir sýna , að stétta-
baráttan þar sé að komast á stig
borgarastyr jaldar , 11, en hins
vegar muni þær tálvonir sem auð-
valdið bindi við Hitler verða að
engu, og með honum verði síðasta
þröskuldinum á vegi þýskrar
verkalýðsbyltingar rutt úr vegi.12
Þótt Verklýðsblaðinu þyki nóg
um Gyðingaofsóknir þyskra nas-
ista og ofbeldisverk, þá hryllir
því mest við stöðugum ofsóknum
þeirra í garð kommúnista, og er
þeim átökum, sem þar urðu á milli,
varið mikið rúm í blaðinu. En