Sagnir - 01.04.1980, Side 60

Sagnir - 01.04.1980, Side 60
Verklýðsblaðið er bjartsýnt, þvi þótt brunstakkar Hitlers ætli " sér að tala við þýska verka- lýðinn á ítölsku, /hér er sett samasemmerki milli nasismans og ítalska fasismans, eins og iðu- lega/ ... /þá mun/ hann svara þeim á rússnesku."13 19.aþríl hefur Verklýðsblaðið eftir "áreiðanlegum heimildum'*, að þýski aðalkonsúllinn í Reykja- vík hafi fengið fyrirskiþanir um að senda til Berlínar, hverja einustu blaðagrein, sem hér birtist um blóðveldi nasista, og upn úr þessu eru stöðugar fréttir í Verklýðsblaðinu um uþþgang og skrilslæti islenskra nasista og fasista. Bandaríkjanna er að litlu^ getið í Verklýðsblaðinu. Frá janúar til mai 1993 er þeirra getið tvisvar, og í bæði skiþtin til að fletta ofan af auðvalds- skiþulaginu. í fyrra tilvikinu er gerður samanburður á aðbúnaði barna í Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum og hallast vægast sagt á hin síðarnefndu.14 í síðara tilvikinu er sýnt fram á, að amerísk yfirstétt hafi sáð kyn- þáttahatri og reyni hún sífellt að viðhalda því.15 3 Tékkóslóvakíudei la n Sumarið og haustið 1938 voru stöðugar fréttir af Tékkéslóvakíu- málinu í Þjóðviljanum, þó var ekki um aðræða beina utleggingu blaðsins heldur fréttir og viðburðalýsingar. Kemur skýrt fram samstaða blaðsins með tékknensku stjórninni gegn kröfum Þjóðverja og "Súdettanna" . Þjóðviljinn leggur áherslu á and- sto^ú tékkneskra kommúnista gegn allri undanlátssemi við kröfur Þjóðverja. Að öðrum kosti muni fara eins fyrir Tékkum og Austur- ríkismönnum, sem voru innlimaðir £ Þriðja ríkið vorið 1938. Þegar fer að draga til tíðinda og Ilitler hefur búist til innrás- ar, tekur blaðið við sér. Daginn eítir að Chamberlain leggur í sína fyrstu ferð til fundar við Hitler, er leiðari um málið: Fyrir lýðræðissinna er fyllsta astæða til að líta á för Cham- berlains til Hitlers með tor- tryggni. Ækvörðuninni um þennan fund breska forsætisráðherrans og þýska einræðisherrans hefur verið tekið með fögnuði af nasistum í Þýskalandi, fasistum á ítalíu og íhaldsblaðinu enska, Times, sem undanfarna daga hefir komið fram sem oþinbert málgagn Hitlers stjórnarinnar, og krafist þess, að þýskir nas- istar fengju að þjóna lund sinni í Tékkóslóvakíu, án þess að við þeim væri hróflað - eins og gerst hafði í Austurríki ... Afstaða bresku íhaldsstjórnat innar hefur verið sterkasti stuðningurinn við framsókn fas- ismans í heiminum á undanförnum árum, - og án þeirrar afstöðu hefði sú framsókn verið óhugs- andi. 1 Enda er það svo, fullyrðir Þjóðvi1jinn, að stefnu bresku stjórnarinnar í utanríkismálum, ræður fasistísk klíka aðals og auðjarla„2 Breska stjórnin er sögð hafa beitt augljósri íhlutun í málefni Tékkóslóvakíu og með stöðugu að- haldi hafi verið reynt að fá stjórn ina í Prag til að láta sem mest undan kröfum nasistanna og þannig hafi breska stjórnin beinlínis gengið erinda Hitlers. Líkast sé til, að för Chamberlains sé farin

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.