Sagnir - 01.04.1980, Side 66
mannréttindum og frelsi, eins
og þær þóttust gera í síðustu
styrjöld og þykjast enn gera
í þessari styrjöld, heldur
miða þessar stjórnir utanríkis-
pólitík sína við hagsmuni
yfirstéttarinnar í löndum
sínum, stéttarhagsmuni hennar,
stórveldahagsmuni hennar ... .
En þegar sósíalistar taka
upp á því að gera hið sósíal-
istíska stórveldi tortryggi-
legt án þess að hafa gildar
ástæður, þá er það léttúðar-
full og ábyrgðarlaus iðja. Því
vonir verkalýðsins um sigur
sósíalismans í þeim átökum,
sem nú fara fram í heiminum
eru tengdar við það að til er
sósíalístiskt stórveldi, sem
ræður yfir sjötta hlutanum af
þurrlendi jarðarinnar og hefur
enga aðra hagsmuni en heildar-
hagsmuni alþýðunnar í öllum
löndum. Ef verkalýðurinn glat-
aði Sovétlýðveldunum sem banda-
manni þá væri það stærsta á-
fallið, sem verkalýðshreyfing
nútímans hefur orðið fyrir og
í augum alls fjöldans mundi
baráttan fyrir sigri sósíal-
ismans í þeirri úrslitahríð,
sem nú er háð, ekki lengur
vera raunhæf pólitík... .8
Síðar í greininni rekur Brynjólfur
gang mála og orsakir styrjaldar-
innar og koma þar fram skýringar,
sem áður hafa birst hér á síðunum.
í niðurlagi greinarinnar segir
Brynjólfur m.a.:
Hvað kemur næst spyrja menn?
Hver verða endalok og úrslit
þessa stríðs? Það sem við fyrst
og fremst vonum og þráum er
að Hitlerfasisminn líði undir
lok.
Það er óvarlegt að spá
nokkru um rás viðburðanna.
En svo framarlega sem stríðið
dregst á langinn, er ekki
hægt að hugsa sér önnur úr-
slit, en ósigur Þýskalands og
hrun Hitlerfasismans ... .
Þjóðir Sovétríkjanna treysta
því og við treystum því að
alþýðan í Þýskalandi verði þess
megnug að taka völdin, þegar
Hitler er að þrotum kominn.
En Chamberlain þykist líka
hafa sín tromp á hendinni.
Hann treystir á þýskar her-
foringjaklíkur, er ryðji
Hitler úr vegi og bindi trúss
sitt við Bretland. Hann treystir
því að honum takist með að-
stoð slíkra bandamanna að
skapa Þýskaland, er verði
eins konar fjárhagsleg nýlenda
Bretlands, í enn ríkara mæli
en Weimarlýðveldið var, Þýska-
land, er hægt yrði að nota
gegn Sovétríkjunum ... .
Ef bragð Chamberlains skyldi
takast, er gott fyrir Sovét-
lýðveldin að hafa haldið áfram
hinni sósíalistisku uppbygg-
ingu og styrkt herstöðu sína
og hervarnir, meðan andstæð-
ingarnir veiktu sig í inn-
byrðis styrjöld. En ef alþýðan
í Þýskalandi sigrar, þá verður
væntanlega gert hernaðarbanda-
lag miili Þýskalands og Sovét-
ríkjanna. Þá á hið nýja Þýska-
land á hættu vopnaða innrás
breska og franska auðvaldsins,
eins og Rússland áður. Og vissu-
lega er þá gott fyrir Þýskaland
og alþýðu allra landa, að
Sovétríkin hafi atvinnulíf
sitt og hervarnir í fullu
lagi meðan Bretar og Frakkar
hafa þreytt sig á stríði ... .
ÞÓ að þýski fasisminn sé
erkióvinurinn á núverandi
tímabili, þá má ekki gleyma
hinu að breska auðvaldið er
sterkasti óvinurinn.9
Við þessa löngu klausu er ekki
vert að hnýta mörgum orðum. Þó
má benda á, að byltingarvæntingin
er söm við sig, og einnig þá
fullvissu, að það er sama, hvernig
allt veltist, Bretar eru og verða
höfuðfjandi allrar alþýðu.
í grein Gunnars Benediktssonar,
sem að framan er nefnd, er enn
fjallað um málið og koma þar fram
flest hinna sömu sjónarmiða og
hjá Brynjólfi. En Gunnar leggur
á það áherslu, að sósíalistar
megi alls ekki ánetjast múgæsing-
um auðvaldspressunnar, sem með
griðasáttmálanum hafi "fengið