Sagnir - 01.04.1980, Side 79

Sagnir - 01.04.1980, Side 79
® gerar byrjendabækur er ekki hægt a3 taka sem hluta af námsefninu. Námsefnið getur ekki tekið til bóka sem búið er að lesa á fyrri stigum. Til viðbótar þeim sagn- fræðiritum sem lesin eru, á að i'annsaka ákveðin verk sem snerta hvert efnissvið fyrir sig. IMidtirlag Til leiðbeiningar nemendum liggja frammi námsefnislistar og sýnishorn þess hvernig hægt sé að byggja upp námið. Nemendur eiga tneð góðum fyrirvara, áður en Prófmisseri hefst, að leita ráða hjá kennara, eða leggja fram val sitt á heimildum og ritverkum, ^g hann verður að samþykkja það aður en prófskráning er tilkynnt. I tilkynningunni á nemandinn að gera grein fyrir því námsefni sem hann tekur próf í. Hann skal gefa UPP titil aðalritgerðar og það svið sem hann hefur valið. Hann a einnig að gefa upp sérefni til 'grunnfagsnámsins" ásamt sértíma- bili og sérefni sem hann hafði í "mellomfagsprófinu". Þar á eftir a hann að gefa upp þau sögusvið °g heimildasvið sem hann leggur íram. Nemandinn á einnig að gefa UPP þá kennslu sem hann hefur valið sér. Skrifleg próf standa yfir í tvo daga, átta tíma hvorn dag. Hvorn dag er hægt að leggja fram eitt eða fleiri verk úr höfuð- Bfeinum nemandans. Eftir að skrif- ■*-egt próf hefur verið tekið, fer íram munnlegt próf. Þau próf ná yfir allt aðalnámsefni nemandans annað en aðalritgerð. Það er fastur liður í prófinu að það séu einnig gefnir möguleikar á að ræða hinar skriflegu einkunnir áður en endanleg einkunn er gefin. 1 heimspekideildarnáminu er engin grein sem gefur sjálfkrafa starfsmöguleika. Af þeim nemendum sem nú þegar hafa lokið námi eru í dag u.þ.b. 85$ við kennslu- störf. Það eru framundan sýni- legir atvinnuörðugleikar hjá heimspekideildarnemendum svo að mun fleiri þurfa að leita sér að atvinnu fyrir utan þau svið sem þeir hafa lagt stund á og jafnframt að taka að sér vinnu sem ekki er í neinni snertingu við menntun þeirra. Mun fleiri þurfa að taka að sér stjórnunar- störf, rannsóknir, safnvörslu og blaðamennsku. Eftir gildandi reglum gefur cand.mag. próf rétt á að verða aðjunkt en cand.philol. próf rétt til þess að verða lektor. Auk embættisprófsins þarf heimspeki- deildarkandidat einnig að taka námskeið í uppeldisfræðum ef hann ætlar að leggja stund á kennslu og liann þarf að nema hana í eitt misseri. Einnig þarf hann að stunda æfingakennslu undir leiðsögn reynds kennara. Af þessari samantekt sést að íslenskir og norskir sagnfræði- nemar glíma mikið til við sömu vandamálin þó að kerfið sé ekki það sama. Að lokum þakka ég Ragnheiði Helgu Þorláksdóttur og Sigurði Ragnarssyni fyrir að greiða götu mína svo að þessi grein yrði að veruleika.

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.