Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Page 18

Sagnir - 01.04.1981, Page 18
16 Ingi Sigurffsson: Staffa alþýfflegrar sagn- fræffi í sagnaritun ís- lendinga á 19. og 20. öld í þessari grein er leitast við að gera grein fyrir hug- takinu "alþýðleg sagnfræði" og meta það, sem kalla mætti al- þýðlega sagnaritunarhefð hér á landi á 19. og 20. öld. Rúmsins vegna er ekki unnt að rökstyðja sem skyldi ýmsar al- hæfingar, sem fram eru settar. Um hugtakiff„alþýffleg sagnfræffi" Mér virðist, að hafa verði marga fyrirvara á, þegar talað er um alþýðlega sagnfræði. E.t.v. er auðveldara að skýra, hvað alþýðleg sagnfræði er ekki en hvað hún er. Þetta hugtak á augljóslega ekki við um rann- sóknarritsmíðar háskólagenginna, sagnfræðinga, sem samdar eru í samræmi við hefðir, er einkum^ hafa þróast í háskólum frá því á öndverðri 19. öld. Frávik frá þessum hefðum eru margs konar. Þá, sem öðrum hefðum hafa fylgt í sagnaritun sinni, er engan veginn hægt að draga í einn dilk, hvaða þjóðfélags- stöðu varðar; þeir eru ekki allir alþýðumenn, hvernig svo sem það hugtak kann að vera skilgreint. Ekki er heldur unnt að skipa sagnariturum í skýrt afmarkaða flokka eftir því, hve mikillar skólamenntunar þeir hafa notið og á hvaða sviði. Mikið af því, sem háskólagengnir sagn- fræðingar hafa samið um fræði sín, er að sönnu í samræmi við ákveðnar fræðilegar hefðir. En þegar slíkir menn setja saman ritsmíðar, kennsluefni og annað, sem fyrstog fremst er ætlað hinum almenna lesenda, er þessum hefðum um tilvísanir til heimilda og annað slíkt oft ekki fylgt, þótt eftir sem áður sé áhersla lögð á nákvæma heimildakönnun og vandlega úr- vinnslu. Og menn, sem ekki hafa numið sagnfræði við há- skóla - hafa lagt fyrir sig aðrar háskólagreinar eða ekki stundað neitt háskólanám - hafa samið ritverk, sem hvað fræðileg vinnubrögð snertir eru sömu gerðar og ritsmíðar þeirra, sem háskólagengnir eru í sagnfræði. Menn í þessum hópi eiga þó í langflestum tilvikum framhaldsskólanám að baki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.