Sagnir - 01.04.1981, Page 18
16
Ingi Sigurffsson:
Staffa alþýfflegrar sagn-
fræffi í sagnaritun ís-
lendinga á 19. og 20. öld
í þessari grein er leitast
við að gera grein fyrir hug-
takinu "alþýðleg sagnfræði" og
meta það, sem kalla mætti al-
þýðlega sagnaritunarhefð hér
á landi á 19. og 20. öld.
Rúmsins vegna er ekki unnt að
rökstyðja sem skyldi ýmsar al-
hæfingar, sem fram eru settar.
Um hugtakiff„alþýffleg sagnfræffi"
Mér virðist, að hafa verði
marga fyrirvara á, þegar talað
er um alþýðlega sagnfræði.
E.t.v. er auðveldara að skýra,
hvað alþýðleg sagnfræði er ekki
en hvað hún er. Þetta hugtak
á augljóslega ekki við um rann-
sóknarritsmíðar háskólagenginna,
sagnfræðinga, sem samdar eru í
samræmi við hefðir, er einkum^
hafa þróast í háskólum frá því
á öndverðri 19. öld. Frávik
frá þessum hefðum eru margs
konar. Þá, sem öðrum hefðum
hafa fylgt í sagnaritun sinni,
er engan veginn hægt að draga
í einn dilk, hvaða þjóðfélags-
stöðu varðar; þeir eru ekki
allir alþýðumenn, hvernig svo
sem það hugtak kann að vera
skilgreint.
Ekki er heldur unnt að skipa
sagnariturum í skýrt afmarkaða
flokka eftir því, hve mikillar
skólamenntunar þeir hafa notið
og á hvaða sviði. Mikið af
því, sem háskólagengnir sagn-
fræðingar hafa samið um fræði
sín, er að sönnu í samræmi við
ákveðnar fræðilegar hefðir.
En þegar slíkir menn setja
saman ritsmíðar, kennsluefni
og annað, sem fyrstog fremst
er ætlað hinum almenna lesenda,
er þessum hefðum um tilvísanir
til heimilda og annað slíkt
oft ekki fylgt, þótt eftir sem
áður sé áhersla lögð á nákvæma
heimildakönnun og vandlega úr-
vinnslu. Og menn, sem ekki
hafa numið sagnfræði við há-
skóla - hafa lagt fyrir sig
aðrar háskólagreinar eða ekki
stundað neitt háskólanám -
hafa samið ritverk, sem hvað
fræðileg vinnubrögð snertir
eru sömu gerðar og ritsmíðar
þeirra, sem háskólagengnir eru
í sagnfræði. Menn í þessum
hópi eiga þó í langflestum
tilvikum framhaldsskólanám að
baki.