Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Page 20

Sagnir - 01.04.1981, Page 20
18 Gísli Konráðsson: Gegndi mikilvægu hlutverki í þróun sagnaþáttaritunar. Skil^þau milli "fræðilegrar" og "alþýðlegrar" sagnaritunar- hefðar á 19. og 20. öld, sem hér hefur verið talað um með fyrirvörum, má að mínum dómi rekja til þess, að áhrif hinnar alþjóðlegu háskólahefðar í sagn- fræði, sem þróaðist á 19. öld, fjarlægi háskólagengna sagn- fræðinga hinni alrnennu íslensku sagnaritunarhefð. Háskóla- gengnir menn fá þjálfun í vís- indalegum vinnubrögðum og út- gáfustörfum á evrópska vísu, en án þessa eru þeir, sem minni skólagöngu njóta, nema þeir leggi sig á eigin spýtur eft- ir aðferðafræði háskólageng- inna sagnfræðinga. Hin alþýð- lega sagnaritunarhefð á 19. og 20. öld er aftur á móti nátengd almennri sagnaritunarhefð fyrri alda, sem bæði langskólagengnir menn og aðrir áttu hlut í (sé þessari hefð fylgt langt aftur, má reyndar að verulegu leyti rekja hana til rita lærðra manna á miðöldum). Þannig má finna greinileg tengsl á milli frásagnarháttar og formgerðar íslenskra fornrita og íslenskra annála yfirleitt annars vegar og sagnaþátta, eins helsta forms alþýðlegrar sagnaritunar á 19. og 20. öld. Þá er áhugi á persónusögu og ættfræði, sem setur mikinn svip á alþýðlega sagnaritunarhefð á 19. og 20. öld, nátengdur eldri sagnarit- unarhefð. Alþýðlegrar sagnaritunar- hefðar gætir mjög í íslenskri sagnaritun frá því á öndverðri 19. öld og allt til samtímans. En skilin milli hennar og sagna- ritunar háskólagenginna sagn- fræðinga eru óljósari en ella fyrir þá sök, að langskóla- gengnir menn hafa yfirleitt sýnt aðferðafræði sagnfræðinn- ar takmarkaðan áhuga og við- horf, sem kenna má við pósitív- isma í víðum skilningi, sett svip á sagnaritun þeirra. Á margan hátt er um að ræða órofna hefð í alþýðlegri sagnaritun allan þennan tíma, en þó verða mikilvægar breytingar á. Tíma- bilaskiptingu verður alltaf að taka með fyrirvara, en mér virð- ist, að greina megi tvö megin- skeið í alþýðlegri sagnaritun á 19. og 20. öld. Skilin verða, þegar komiö er nokkuð fram á 20. öld. Það, sem einkum ten^ir alþýð' lega sagnaritun alls tímabils- ins saman, er áhersla sú, sem lögð er á ritun sagnaþátta, og almennur áhugi á héraðssögu, persónusögu og ættfræði. Sagna- þætti hef ég skilgreint stutt- lega á þann veg, að þeir séu yfirleitt stuttir og spanni þröngt svið, oft í átthögum höfunda eða nálægum héruðum, í þeim speglist áhugi íslend- inga á persónusögu og ættfræði og þar komi iðulega fram þjóð- sagnaefni, þættirnir séu oft ágætlega stílaðir og stundum lögð áhersla á skemmtigildi. Gísli Konráðsson gegndi mikil- vægu hlutverki í þróun sagnaþátta ritunar, en vissulega var hann undir sterkum áhrifum frá eldri höfundum, svo sem vini sínum JÓni Espólín og höfundum ís- lenskra fornrita. Meðal alþý®u fræðimanna á 19. og öndverðri 20. öld, sem auk sagnaþáttarit- unar fengust mjög við ættfræði> ævisagnaritun og eftirritun handrita, má ásamt Gísla nefna Daða Níelsson fróða, Jón Borg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.