Sagnir - 01.04.1981, Page 33
31
vogi og var þar til 1870 er
hann gerðist tðmthúsmaður á
Norðurkoti á Miðnesi. Þar missti
hann tvö börn sín og loks konu
sína 1877, þá bláfátækur og alls-
laus. Dvaldist hann síðan sem
húsmaður á Kirkjuvogi 1877-1883.
á því tímabili fór heilsu hans
hrakandi. Einkum lék frosta-
veturinn 1881 hann grátt og var
hann þá mjög illa á sig kominn
af kulda og slæmum aðbúnaði.
Lá hann nær alla vertíðina það
árið og hætti að rða upp frá
því. Landvinnu allri hafði
hann hætt 1879 þar er hann var
þá yfirkominn af gigtarveiki
og síðan megnri tannpínu svo
að hann var aðra stundina til-
finningalaus.
árið 1883 flutti Bjarni til
Reykjavlkur í þeirri von að
geta sinnt þar ættfræði-og
söguiðkunum. Hann vissi að í
Bjarni fluttist til Reykjavíkur árið 1883, en eitthvað
þessu líkt hefur bærinn þá komið honum fyrir sjðnir.
bænum var mikið af gögnum að
finna. 1 Reykjavík bjuggu
margir fræðimenn og lærðir
embættismenn, sem Bjarni taldi
sig geta leitað til í sambandi
við fræðiiðkanir sínar.
Bjarni ætlaði að reyna að
framfleyta sér af fræðistörfum
sínum en það fór á allt annan
veg en hann hugði. Þó að hann
hefði vitað að mjög dýrt væri
að búa í Reykjavík tók yfir sú
háa húsaleiga, auk bæjargjalda,
er hann varð að snara út og þar
á ofan varð hann að flytja fimm
sinnum milli staða vegna húsa-
Þrengsla, slaga og mannagangs.
Hann hafði varla til hnífs og
skeiðar og gat ekki staðið í
skilum við yfirvöld. Atvinnu-
og aflaleysi var mikið á þessum
arum og mundu elstu menn ekki
annað eins. Fyrir þá sök skuld-
uðu bæjarmenn Bjarna 140-150
krónur. Sú von Bjarna að menn
gætu borgað honum ættartölur
sínar brást einnig næsta sumar
því afli brást þá eins og
fyrra árið.
Sumarið 1885 sótti Bjarni um
styrk til yfirvalda en var synj-
að. Þá um haustið fluttist hann
að Melshúsi, einhverju aumasta
býli í allri Reykjavík því bæjar-
húsin voru afar gömul og að falli
komin. Vetur gekk í garð með
frosti og hörkum og var þá kuldi
litlu vægari inni en úti. Svo
gisinn var bærinn að hann var
ekki fokheldur þegar byljir
skullu á. Eftir nýárið 1886
skaðskemmdist Bjarni á höndum
og gat þá ekki gert neitt sér
til gagns eða ánægju. árið
eftir fluttist hann að Félags-
garði og var þar síðan í ei nær
fokheldu, köldu og dragafullu
húsi uns hann fluttist til Eyr-
arbakka þar sem hann lést árið
Í893. hEIMILD: Lbs. 2722 4to.